Búið spil?

Jón Ásgeir og fleiri athafnarmenn reistu sér hurðarás um öxl. Með ódýru lánsfé tókst þeim að byggja upp fjármálaveldi sem ekki tókst að bjarga þegar greiða þurfti lán til baka og ekki tókst lengur að njóta ódýra lánsfjársins.

Sennilega er þetta búið spil.

Kyrrsetningarmál eru rándýr en njóta forgangs í dómskerfinu. Gerðarbeiðandi (kröfuhafar) verða að leggja fram háar fjárhæðir til tryggingar ef þeir tapa máli. Með kyrrsetningunni eru lagðar hömlur á meðferð eigna, þær má hvorki ráðstafa á nokkurn hátt t.d. með því að selja þær, gefa eða afhenda né veðsetja. Þá verða kröfuhafarnir að höfða mál á hendur gerðarþola (skuldara) innan tilskilins tíma til staðfestingar kyrrsetningunni.

Þessi kyrrsetningarmál eru fremur sjaldgæf vegna mikils kostnaðar og umtalsverðrar áhættu. Þannig getur farið fram uppboð á kyrrsettri eign vegna veðskulda eða eldri dóms og fellur þá eignarréttur skuldara niður á viðkomandi eign ef eigendaskipti verða við nauðungarsölu.

Mosi


mbl.is Kyrrsetningin stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband