9.1.2011 | 19:46
Formaður Sjálfstæðisflokksins á hálum ís
BB blandar saman tveim gjörólíkum málum. Annars vegar er einstaklingur, Birgitta Jónsdóttir sem komið hefir við sögu Wikileaks og sem jafnframt situr á þingi.
Hins vegar er um fyrrum forsætisráðherra sem aðhafðist ekkert, nákvæmlega ekkert til að koma í veg fyrir gríðarlega kollsteypu þegar honum var ljóst eða mátti vera ljóst fyrir hrunið að ekki væri allt í felldu með bankakerfið á Íslandi og að rekstur bankanna var ekki í neinu eðlilegu skynsemi.
Útrásarvargarnir mokuðu stórfé í kosningasjóði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, líklega fleiri flokka vegnaeinkavæðingar bankanna á sínum tíma. Einnig var stórfé ausið af útrásarmönnum í prófkjör valinna þingmanna eins og Guðlaugs Þórs.
Bjarni áttar sig greinilega ekki á þessum reginmun. Birgitta nýtur almenns skilnings og stuðnings meðan Geir var n.k. ábyrgðarmaður að hrunvíxlinum sem leidddi til mestu hörmungar íslensku þjóðarinnar á nýliðnum misserum.
Mosi
Bandaríkjamenn beita lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meira en á hálum ís. Hann er að detta niður í vök.
hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 20:06
Sorglegt að okkar samlandi og það maður í stjórnmálum skuli geta hegðað sér svona hrein skömm!
Sigurður Haraldsson, 9.1.2011 kl. 22:36
Það kæmi ér ekki á óvart þótt Hanna Birna yrði kosin formaður á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, eins og einhver hefur stungið upp á. Ég held að flokknum sé hólpnari með hana í forystunni en Bjarna Ben, sem er flæktur í alls konar mál eða Friðriki Zophaníassyni, sem klúðraði raforkusamningunum við Alcoa.
Staða Bjarna Ben hefur veikzt talsvert síðan hann tók við formannsstólnum bæði vegna Sjóvár-málsins, vegna lítils aðhalds að duglausri ríkisstjórn og nú vegna Wikileaks-málsins.
Í þessu síðastnefnda hefur hann sýnt skort á dómgreind með því að blanda Geir Haarde inn í málið. Það er eðlilegt, að hann sýni Geir hollustu, en með því að gera þennan samanburð í þessu tilviki er hann að sætta sig við yfirgang erlendra yfirvalda gegn sitjandi alþingisþingmanni þótt úr öðrum flokki sé. Það má vel vera að Birgitta sé pólítískur óvinur hans, en ég er viss um að hún myndi verja hann ef hann væri í hennar sporum.
Vendetta, 9.1.2011 kl. 22:40
Vendetta: Flokknum verður ekki bjargað héðan af, og það eru góðar fréttir fyrir þjóðina....
hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 22:45
Vonandi hefur þú rétt fyrir þér Hilmar.
Sigurður Haraldsson, 9.1.2011 kl. 22:53
Kommonistar allra landa sameinist aftur, það lyggur i loftinu?? hjá ykkkur blessuðum/eð annað sér maður ekki ???/kveðja
Haraldur Haraldsson, 9.1.2011 kl. 23:33
Bandaríkjamenn hljóta að mega rannsaka meint lögbrot í sínu landi.
Útrásarvíkingarnir borguðu í fleiri sjóði en bara framsóknar og Sjálfstæðisflokks mundu það.
Nú er Þetta bull um að Geir hafi ekkert aðhafst alveg kafli út af fyrir sig. Svaraðu þá því: Hvað átti Geir H Haarde að gera sem komið gat í veg fyrir að íslensku bankarnir féllu. Það hafa mörg hundruð bankar um allan heim fallið síðan þessi kreppa byrjaði án þess að vitað sé að Sjálfstæðismenn eða framsóknarmenn hefðu nokkuð með það að gera. Bankarnir féllu útaf ákvörðunum eigenda bankana. En þú og aðrir sem haldnir eru blindu hatri á Sjálfstæðisflokknum gangið erinda útrásarvíkinganna og reynið alltaf að klína sökinni á bankahruninu á stjórnmálamenn en ekki stjórnendur bankana.
@Hilmar slæmar fréttir fyrir komma:
Sjálfstæðisflokkurinn mælist um þessar mundir (undir stjórn Bjarna) með meira fylgi en VG og Samfylking til samans.
Hreinn Sigurðsson, 9.1.2011 kl. 23:43
Það væri fróðlegt að fá nýja skoðannakönnun eftir þetta nýjasta útspil Vafningsins. hahaha
hilmar jónsson, 10.1.2011 kl. 00:01
Já Hilmar
Sigurður Haraldsson, 10.1.2011 kl. 02:26
Þakkir fyrir góðar athugasemdir.
Vendetta: mjög líklegt er að næsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði allvandræðalegur. Hvort Hanna Birna verði valin skal fremur ósagt en sagt á þessari stundu.
Þá er Friðrik Sóphusson er síðast fréttist en ekki sonur annars manns.
Haraldur: heimsbyggðin fékk sig væntanlega fullsadda af kommúnismanum og óskandi á hann í dag sem fæsta formælendur. Kommúnismi var svo sem tilraun góð og gild á sínum tíma en sem endaði með ósköpum. Enda komust sporgöngumenn hans að þeirri niðurstöðu að þessi draumsýn um „sæluríki“ verði aðeins framfylgt með harðri hendi, helst hervaldi og aðeins fáir útvaldir njóta ávaxtanna þegar upp er staðið eftir að hafa rutt þúsundum ef ekki milljónum úr vegi. Ekki er það sem við viljum en sagan segir frá mörgum myrkraverkemu þessara þokkapilta.
Hreinn: auðvitað er Bandaríkjamönnum heimilt að gera hvað þeim langar innan heimilda lagaumhverfisins. En verða þeir ekki að virða mannréttindi þó svo þeir telji sig vewra ætíð að verja mannréttindi? Oft hefur þessi umhyggja þeirra lent í blindgötu eins og kommúnisminn. Þeir flæktust í erfið og umdeild stríðsátök (Víetnam, Írak, Afganistan að ekki sé gleymd stjórnarbyltingu herforingjanna í Chile 1973 gegn löglegri borgaralegri stjórn).
Þjóðfélög heims verða að hafa þann sjálfsagða réttt að fá að vera í friði fyrir óhóflegri hnýsni þeirra sem telja sig eiga að stjórna heiminum.
Varðandi aðgerðarleysi Geirs og félaga hefði fjölmargt mátt gera til að forða þjóðfélaginu frá jafnmikillri kollsteypu. Frá ársbyrjun 2008 og fram í september var markvisst verið að „éta“ mörg fyrirtæki sem og bankana að innan. Spara hefði mátt hundruði milljarða en ekkert var gert: Sofið var að feigðarósi!
Sagan er góður en mjög harkalegur kennari. En við getum lært nokkuð af mistökunum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.1.2011 kl. 08:36
Fyrst þú ert að leiðrétta mín mistök, Mosi, þá endurgeld ég greiðann.
Það á að segja Flotið var sofandi að feigðarósi, en ekki Sofið var að feigðarósi.
Vendetta, 10.1.2011 kl. 12:52
Hilmar: Sjálfstæðisflokknum er aðeins viðbjargandi, ef engum núverandi (spilltu) þingmönnum verður leyft að bjóða sig fram aftur og aðeins ef nýir frambjóðendur (án beinagrinda í skápnum) setja sér það markmið að gera upp með hinni spilltu fortíð flokksins með nýjum siðareglum sem verður framfylgt, og ekki bara sýndarsiðareglum eins og Samfylkingin fumaði með. Með því að halda áfram með Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu, Guðlaug Þór, Árna Johnsen o.fl. heldur flokkurinn áfram að vera helsjúkur.
Sjálfstæðisflokkurinn var ekki bara byggður á íhalds- og frjálshyggjustefnu móðurflokkanna (Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins), heldur var sjálfstæði frá Dönum líka baráttumál flokksins. Ef Samfylkingin hefði átt systurflokk á fyrri hluta 20. aldar, þá hefði sá flokkur barizt fyrir því að Ísland yrði áfram dönsk sýsla (amt). Hins vegar fór Sjálfstæðisflokkurinn að rotna að innan snemma á 7. áratugnum og hefur síðan verið spilltasti íslenzki stjórnmálaflokkurinn með Framsókn í 2. sæti. Fyrst þegar búið er að taka fyrir að þessi spilling geti endurtekið sig, getur flokkurinn endurunnið traustið.
Þetta er nauðsynlegt, því að núverandi stjórnarflokkar eru handónýtir, bæði saman og hvor í sínu lagi.
Vendetta, 10.1.2011 kl. 13:19
Takk fyrir kommentéra. Um hvort sé réttara: Flotið var sofandi að feigðarósi eða Sofið var að feigðarósi, má segja þetta: Árið 2009 kom út bókin „Sofið að feigðarósi“ eftir Ólaf Arnarson sem eg hafði auðvitað í huga. Hin myndin er auðvitað einnig til.
Um söguskýringu Vendetta má bæta við: Hannibal Valdimarsson var einn litríkasti stjórnmálamaður 20. aldar. Þegar hann setti saman minningarbók sína, Bannfærð sjónarmið, þá hafði hann mjög í huga að sem flestir mættu setja sig inn í sjónarmið svonefndra „lögskilnaðarmanna“ en þau urðu undir „hraðskilnaðarmönnum“. „Lögskilnaðarmenn“ vildu doka fram yfir stríðslok að semja við Dani og báru fyrir sig sanngirni gagnvart þeim þar sem þeir gátu hvorki mætt á samaningafundi né boðið okkar fólki til Danmerkur til viðræðna eftir 1943 en samningurinn 1918 gilti í 25 ár.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.1.2011 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.