Munur á einræði og lýðræði

VG er stjórnmálaflokkur sem byggir á lýðræði og varðveislu samfélagslegra gilda. Á tímum þegar erfiðleikar steðja að og það eru ekki neinir smáerfiðleikar sem við höfum ratað í eftir að dekurdrengir Íhaldsins átu að innan hvert fyrirtækið á fætur öðru, hvern bankann á fætur öðrum. Lagaumhverfið var sérstaklega aðlagað hugmyndasömum athafnamönnum sem mergsugu þjóðina.

Það „gleymdist“ að setja þessum athafnamönnum sanngjarnar en eðlilegar leikreglur. Þeir höfðu einfalda aðferð að koma betur ár sinni fyrir borð. Þeir öfluðu sér lansfjár, keyptu hlutabréf og jarðir, margseldu sjálfum sér til að skrúfa upp markaðsverðið í þeim tilgangi að komast yfir meirihlut í fyrirtækjum og bönkum. Þá átti eftirleikurinn að verða þeim auðveldari.

En svo kom alþjóðlega fjármálakreppann. Ekki var unnt að fá ódýrt lánsfé lengur til að fjármagna áfram vitfirringuna.

Bæði Samfylking og VG hafa staðið sig virkilega vel í endurreisninni. Fyrsta raunverulega vinstri stjórnin eftir stríð hefur unnið gott en mjög erfitt starf.

Auðvitað eru menn og konur ekki alltaf sammála um leiðir. Þess vegna er VG mun stærri og betri stjórnmálaflokkur en raunin er af því að þar má fólk hafa sjálfstæðar skoðanir. Þremenningunum þótti niðurskurðurinn á samneyslunni vera of brattur og vildu skera á öðrum sviðum. Ljóst er að utanríkisþjónustan hefur vaxið óhóflega á dögum íhaldsstjórnarinnar enda þurfti að sinna mörgum sjónarmiðum vegna helmingaskiptareglu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Þessi tímabundnu erfiðleikar hjaðna vonandi og verða til að þjappa þingmönnum VG þéttar saman. Engin tími er kominn að stökkva fyrir borð á miðri leið. Viðfangsefnin eru mörg og eruy mörg krefjandi. Nú þarf t.d. að rannsaka Magma málið ofan í kjölinn og kanna hvaða hagsmunatengsl við fyrri valdhafa tengist rökstuddum grun um viðamikla spillingu.

Eða á að gleyma öllu saman og leyfa spillingunni að dafna?

Er þá ekki stutt í einræðislega stjórn á Íslandi sem vonandi enginn vill fá yfir sig.

Mosi


mbl.is Skammast og vilja aga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

verð að segja að spillingin er því miður, á fullu ennþá,sjáðu skilanefndir bankana ,bara það eitt sýnir okkur það best,eða finnst þér að eðlilegt/Nei það er það ekki og siðar viða annarstaðar  því miður/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 7.1.2011 kl. 10:52

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já því er ekki að neita samanber það sem slitastjórnir bankanna hafa í laun, Árni Tómasson og fleiri sem gefa fjárglæframönnunum lítið eftir. En þeir ættu öll skilyrði að verða „skattakóngarnir“ næstu árin með sama áframhaldi.

Mig grunar að ef vinstri stjórnin verði hrakin úr Stjórnarráðinu myndi gömlu spillingarflokkanir nýja meirihlutastjórn. Þá er ekki ósennilegt að útrásarmennirnir færi háar fúlgur heim úr skattaskjólum Tortóla og öðrum skuggaskotum en láti umtalsvert fé af hendi rakna í kosningasjóði vildarvina sinna.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.1.2011 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband