Jarðarför vestur í Stykkishólm

Í morgun slóst eg í för með 3 skógfræðingum þeim Aðalsteini Sigurgeirssyni, Brynjólfi Jónssyni og Jóni Geir Péturssyni og var ferðinni heitið vestur í Sykkishólm. Tilgangur fararinnar var að fylgja síðasta spölinn miklum hugsjónarmanni um skógrækt, Sigurði Ágústssyni sem fæddur var í sept. 1925. Hann var formaður Skógræktarfélags Stykkishólms í áratugi. Hann ólst upp við venjuleg störf til sjávar og sveita eins og tíðkaðist fyrrum, fyrstu sporin voru í Akurey þar sem faðir hans var bóndi. Síðar fluttist fjölskyldan til Stykkishólms þar sem fjölskyldan bjó í litlum bæ sem nefndist Vík.

Sigurður eignaðist lítinn vörubíl og varð akstur hans aðalatvinna um árabil. Þá varð hann veghefilsstjóri og sagði presturinn dásamlega frá þegar börnin fengu að fara með honum í styttri ferðirnar um sumartímann. Þá átti hann til að leggja vegheflinum út í vegarkantinn eða aka honum út fyrir veginn og sagði við börnin: Nú skulum við fá okkur hressingu í móunum. Þar kenndi hann börnunum að lesa gróðurinn sem þar bar fyrir augum.

Á köldum vetrardögum var hann oft á ferð á vegheflinum að ryðja snjó og aðstoða vegfarendur sem lent höfðu í vandræðum. Þegar leið fram á aðfangadagskvöld var fylgst gjörla með umferð ofan af Kerlingarskarði. Ef ljósin hreyfðust hratt var örugglega bíll á ferð en ef ljósin mjökuðust hægt áfram var fjölskyldufaðirinn á leiðinni á heflinum.

Eg kynntist Sigurði í ferð lítils hóps skógræktarfólks til Svíþjóðar vorið 1993. Þetta var fremur lítill hópur, auk okkar Sigurðar voru Guðmundur Þorsteinsson frá Efra Hrepp í Skorradal, Þuríður Yngvadóttir frá Suður Reykjum í Mosfellsbæ og Snorri Sigurðsson sem var fararstjóri og margfróður um Svíþjóð og sænska skóga. Þessi för var mjög ánægjuleg og var upphaf þess að leiðir okkar Sigurður lágu saman. Síðan hitti eg hann sem leiðsögumaður þýsks ferðahóps sem gisti í tjöldum á tjaldstæðinu í Stykkishólmi. Jafnskjótt og eg hafði hringt hann, mætti hann á jeppanum sínum og ók vítt um nágrenni Stykkishólms og sýndi mér athafnasvæði skógræktarfélagsins. Það var mjög fróðlegt og lærdómsríkt í alla staði.

Við hittumst alloft á ýmsum fundum á sviði skógræktarmála sem var áhugamál okkar beggja. Sigurður var einstaklega eftirminnilegur og skemmtilegur í viðræðu. Hann hafði afburða góða frásagnargáfu sem unan var á að hlíða. Þannig sagði hann mér frá þegar danski skipsstjórinn sigldi með fyrsta sementsfarminn sem pantaður var vegna hafnargerðar í Stykkishólmi fyrir um 100 árum til Stokkhólms í Svíþjóðar. Færði eg þá sögu í letur og birtist fyrir langt löngu í tímariti leiðsögumanna sem nú er því miður hætt að koma út.

Við eigum góða minningu um góðan félaga. Öllum vandamönnum og vinum er vottuð innileg samúð á kveðjustund. Blessuð sé minning Sigurðar Ágústssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband