Er hættan frá hægri?

Fyrsta vinstri stjórnin síðan fyrir stríð hefur verið við völd í tæp 2 ár. Sjaldan hefur nokkur ríkisstjórn átt jafn mikið á brattann að sækja sem hún en svo virðist að nokkrir meðal stjórnarliða séu að missa móðinn og hyggjast stökkva fyrir borð, því miður. Fram undan eru þó bjartari tímar enda getur mjög slæmt ástand ekki lengur versnað, við erum að sjá í land með. Við höfum tekið á okkur ok sem skammsýn og léttúðlega Frjálshyggjan skildi eftir sig þegar óseðjandi græðgi útrásarvargarnir skildu eftir sig.

Nú virðist að Framsóknarmenn séu beðnir um aðstoð. Þegar svonenfdar „Vinstri stjórnir“ fór hyfirleitt allt meira og minna í strand m.a. vegna þess að spillingaröflin sem stýra Framsóknarflokknum meira og minna fengu mikil völd. Þannig var SÍS veldið komið af fótum fram og var nánast gjaldþrota undir lok Viðreisnarstjórnarinnar 1971 en uppgjörinu var frestað í um 2 áratugi.

„Vinstri stjórnir“ með Framsóknarflokki eru mjög vafasamar í mörgu tilliti.  Samningar verða ábyggilega um það að láta braskara sem styðja Framsóknarflokkinn í friði verða með öllu ósættanlegir. Spillinguna verður að uppræta, líka þá spillingu sem þreifst undir skugga Framsóknarflokksins og hún var ekki lítil!

Innan Sjálfstæðisflokksins er umtalsverð spilling en svo virðist vera að hún sé ekki minni undir pilspaldi hægrisinnaðra Framsóknarmanna.

Mosi


mbl.is Kannast ekki við viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þetta er alveg rétt sem þú skrifar um Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn.

En hvernig er með spillinguna hjá Samfylkingunni, hvernær verður hún gerð upp? Og hvað með svik Vinstri grænna gegn alþýðu landsins, hvenær verða þeir dregnir til ábyrgðar?

Steingrímur er tvímælalaust stéttarsvikari nr. 1. Hvað ætli lærifaðir hans, Vladimir heitinn Ilyich hafi snúið sér oft í gröfinni undanfarna 18 mánuði?

sockap997 

Vendetta, 28.12.2010 kl. 20:19

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vendetta:

Átta mig ekki á því sem þú ert að gefa í skyn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.12.2010 kl. 23:11

3 Smámynd: Vendetta

Ég er að staðhæfa, að núverandi ríkisstjórn er ekkert skárri en þær fyrri (2002-2008). Það er furðulegt hvað þú getur hrósað núverandi ríkisstjórn þótt hún hafi ekki gert neitt rétt.

Guð forði verkalýðnum frá VG.

Vendetta, 28.12.2010 kl. 23:35

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Rétt er það að vinstri stjórnin hefur ekki umbunað verkalýðsfélögunum neitt sérstaklega. Þó má greina frá þeirri réttu ákvörðun að slá af skattheimtu, niðurfellingu virðisauka, vegna viðhalds á íbúðarhúsnæði sem engin önnur ríkisstjórn hefur þorað að gera fram að þessu. Er almenn mikil ánægja með þetta sem hefur aukið töluvert atvinnu hjá inaðarmönnum og dregið úr atvinnuleysi meðal þeirra.

Því má hins vegar alls ekki gleyma að hún hefir ekki lagt neina steina í götu verkalýðshreyfingarinnar. Oft hafa ríkisstjórnir sett á íþyngjandi kvaðir og jafnvel komið í veg fyrir hagsmunagæslu verkalýðsfélaga með t.d. setningu laga eða bráðabrigðalaga til að koma í veg fyrir verkföll. Hefur oft deila milli hagsmunaaðila verið mögnuð upp í stað þess að draga úr henni.

Við verðum því að sýna sanngirni enda verðum við að vona að þessi vandræði í VG flokknum leysist fremur fyrr en seinna enda lýst mér engan veginn á að Framsóknarflokkurinn fái áhrif á landsstjórnina aftur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.12.2010 kl. 11:48

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ehmm -- slá af skattheimtu? Það á ég bágt með að sjá. Og hvernig hefur þessi stjórn sem slær sér á brjóst sem félagsleg farið með gamla fólkið? Bætt við skerðingum á skerðingum ofan, nú með því að ganga á höfuðstól þess sjóðs sem gamla fólkið hefur safnað sér til elliáranna (með svimháum skatti á fjármagnstekjur, 20% meðan hæstu fáanlegir bankavextir eru 3.45% og verðbólga á ársgrunni (2010) um 2,6%. Samsköttun hjóna á fjármagstekjur, þó sérsköttun gildi að öðru leyti. Fleira má telja, en þú verður að fyrirgefa kæri Mosi, þó mig reki ekki minni til annarrar stjórnar lakari og er þó svo gamall sem á grönum má sjá.

PS: búinn að lesa um Þingvallaskóg. Kann þar ekki út á að setja utan kannski vangaveltur um Vatnsvikið, en það sendi ég í tölvupósti þegar ég hef jafnað mig á þessum lofsöng um verstu ríkisstjórn sem setið hefur í okkar unga lýðveldi. -- Annars góð kveðja.

Sigurður Hreiðar, 30.12.2010 kl. 14:34

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek undir með þér SIgurður, ekkert hefur verið gert í þágu eldri borgara, sparifjáreigenda sem misstu margir hverjir allan ævisparnaðinn í formi hlutabréfa. Þessi þjóðfélagshópur hefur aldrei borist neitt á, viljað spara sem mest en hefur verið refsað ómaklega fyrir ráðdeild og skynsemi.

Hins vegar hafa þeir sem skulda fengið umtalsverða aðstoð enda sé ekki allt gjörsamlega vonlaust. Var það skynsamlegt að taka lán í erlendum gjaldeyri til að festa kaup á einhverjum hlutum sem árlega falla í verði e.t.v. um 20% eins og bílar og áþekkir hlutir?

Í grúski mínu á dögunum rakst eg á meira en 70 ára gamla blaðagrein eftir Aron Guðbrandsson sem allir eldri borgarar kannast við en er líklega þeim yngri  með öllu ókunnugur. Í greininni segir hann frá reynslu sparifjáreigenda undir lok kreppunnar og er athyglisvert að þessi grein hefði efnisins vegna hafa verið rituð í dag.

Næst þegar eg hitti Vilhjálm Bjarnason gamla bekkjarfélaga minn, ætla eg að koma útprentun greinarinnar til hans. Kannski hefur hann rekist á hana þegar.

Sparifjáreigendur hafa því miður alltaf verið fyrsta fórnarlömb mistaka í fjármálum og hagstjórn. Það sem þessi vinstri stjórn er að gera, er fyrst og fremst að koma þessari blessaðri þjóðarskútu á réttan kjöl eftir að útrásarvargarnir losuðu um botnventlana eftir að hafa rænt hana öllu fémætu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.12.2010 kl. 21:47

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég áfellist ekki þá sem árið 2007 tóku gengisbundin lán til að eignast þak yfir höfuðið. Veit mjög nærri mér að það var í mörgum -- ég hygg flestum -- tilvikum gert af mjög yfirveguðu ráði eftir mikla umhugun og pælingar, með svonefndum ráðgjöfum í bönkunum, og með samanburði milli banka. Þar skipti fyrirsjáanlegt verðfall á einhverju árabili minnstu máli, heldur hvað menn sem gerst áttu að vita töldu ráðlegast og héldu fram með tölulegum rökum fyrir væntanlega viðskiptavini um hugsanleg gengisþróun næstu misserin.

Nokkuð hefur verið gert af hálfu þeirrar ólánsstjórnar sem við höfum nú en fyrst og fremst allt of seint og allt of miðað við lánveitendur. Að mínu viti var stjórnin með leppa ekki bara fyrir vinstra auganu heldur þeim báðum gagnvart fórnarlömbum hrunsins. Ég sé ekki ástæðu til að æpa af fögnuði þó eitthvað hafi miðað áfram á tveimur árum. Og líkar ekki á kostnað hverra það er.

Bið að heilsa Vilhjálmi.

Sigurður Hreiðar, 30.12.2010 kl. 23:21

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála þér Sigurður varðandi þá sem nutu ráðlegginga bankanna við kaup á hóflega stórum íbúðum til eigin nota.

En hvað með þá sem veðsettu eignir sínar með meira en 100% lánum? Og þá sem veðsettu eignir sínar til kaupa á lúxúsvarningi eins og rándýrum jeppum og skúffubílum? Að ógleymdum þeim sem keyptu hlutabréf upp á krít í þeirri von að græða á öllu saman? Er þeim bjargandi úr eigin vitleysu?

Mér skilst að vanskil séu mun minni vegna íbúðarhúsnæðis en var vegna svonefnds „misgengis“ á árunum upp úr 1983 og áfram. Þá var vísitalan tekin úr sambandi á kostnað launafólks. Svonenfd lánskjaravísitala hækkaði um þriðjung meira en launavísitala þannig að þegar kaupið hækkaði um 75% þá hækkuðu lánin um 100%. Þessi nýja vísitala var að sjálfsögðu nefnd „ránskjaravísitala“.

Sjálfur lenti eg í þessu en með ítrasta sparnaði tókst alltaf að greiða lánin á réttum tíma þannig að aldrei reyndi á að bankarnir gengu að veðinu. Þá máttu bankarnir einungis lána að 50% af fasteignamati íbúða og studdist það við góða varfarningsreglu veðhafa. Samt urðu menn fyrir því að missa veðin vegna vanskila sinna.

Ljóst er, að ógæfa okkar er fyrst og fremst bundin þeirri óreiðu sem allt of margir virðast falla í freistni að koma sér í. Því miður með auknu framboði á lánsfé í gervigóðærinu, tóku margir of há lán sem þeir áttu síðar í erfiðleikum með að borga af. Þetta var allt saman með vitund stjórnvalda sem aðhöfðust ekkert til að koma í veg fyrir skipsbrotið. 

Með ósk um friðsæl og slysalaus áramót!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 31.12.2010 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband