Gleymum ekki Skaftáreldum

Þegar minnst er á eftirminnilega atburði má ekki gleyma Laka og Skaftáreldum 1783-1785. „Móðuharðindin“ höfðu gríðarleg áhrif langt út fyrir Ísland. Talið er að þau hafi valdið þráleitum uppskerubresti í Mið-Evrópu sem varð ein af meginástæðum að stjórnarbyltingin á Frakklandi hófst 14.júlí 1789.

Skjólstæðingar mínir á ferðum mínum sem leiðsögumaður á sumrin, þýskumælandi ferðafólkið, verður alltaf mjög snortið við frásagnir um þessa tíma en eg staldra gjarnan í Skaftáreldahrauni, oft við litla trjálundinn sem Guðmundur Sveinsson frá Vík gróðursetti rétt við þjóðveginn vestur af Kirkjubæjarklaustri. Þar gróðursetti merkur brautryðjandi og hugsjónarmaður nokkur furutré í laut í dálitla laut í hrauninu. Nú hafa fururnar borið köngla og hafa vaxið litlar trjaplöntur af fræi þessara góðu landnema. Finnst mörgum erlendum ferðamönnum einkennilegt að við Íslendingar reynum ekki að klæða þetta hraun skógi og hafa góðar og miklar nytjar af honum. Einn ferðamannanna í seinustu ferðinni minni sagði mér að þarna væri greinilegt auðvelt að hefja skógrækt í stórum stíl, héraðsmönnum til mikillra hagsbóta. Hann bætti síðan við: „Sjálfsagt hafið þið Íslendingar haft mjög slæma minningu um þessa skelfilegu atburði þegar þið akið um þetta gríðarlega stóra og víðlenda hraun. Þið ættuð að skoða þetta gaumgæfilega og endilega komdu þessu á framfæri“.

Það þurfti ekki meira til. Síðan hefi eg rætt þetta við ýmsa sem hafa tekið misjafnlega í þessa hugmynd. Eðlilega hafa skógfræðingar mestan áhuga að aðrir minni. Sumir hafa jafnvel orðið hneykslaðir á svona hugmynd. En hvað sem viðhorfum allra líður með virðingu fyrir þeim, þá gæti skógrækt á þessu svæði orðið mikil lyftistöng annars einhæfs atvinnulífs í Vestur Skaftafellssýslu í náinni framtíð sem ekki veitir af. Aðstæður til skógræktar eru ákjósanlegar: raki og hiti nægur fyrir skóg að dafna í og auk þess er eldfjallajarðvegur frjósamur.

Mosi


mbl.is Þorparinn Eyjafjallajökull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

"...sem varð ein af meginástæðum að stjórnarbyltingin á Frakklandi hófst 14.júlí 1789."

Hin meginástæðan var sennilega sú, að Frakkar byrjuðu að drekka kaffi á kaffihúsunum í Paris í staðinn fyrir áfengi og urðu tiltölulega edrú við það. Því að á meðan þeir veltust um götur og stræti dauðadrukknir upp á hvern dag gátu þeir hvorki skipulagt né framkvæmt neinar byltingar. Þrátt fyrir fimbulkulda af völdum Skaftárelda.

Varðandi skógrækt: Þótt ég sé hlynntur því að Ísland sé þéttvaxið skógi, þá er ég mótfallinn því að planta trjám á hraunsvæðum eins og Eldhrauni, sem búa yfir einstakri fegurð. Auk þess held ég ekki að annað en hríslur gætu þrifizt í hraunlendum frá sögutíma, þar eð jarðvegurinn (mosinn) er aðeins nokkurra cm djúpur. Og þá er ver farið en heima setið.

Hins vegar má gjarnan halda ótrautt áfram með skógrækt alls staðar sem þetta er mögulegt. Ekki sízt í Árnes- og Rangárvallasýslum sem eru lítið annað en auðn svo langt sem augað eygir.

Vendetta, 26.12.2010 kl. 13:48

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Vendetta.

Hef ekki heyrt áður þessa söguskýringu um að kaffihúsin í París hafi átt sinn þátt í að gera byltingu mögulega. En skemmtileg er hún og fróðleg og bætir enn fræðasjóðinn.

Varðandi hugsanlega skógrækt í Skaftáreldahrauni þá eru rætur trjáa mjög misjafnar. Sumar trjátegundir hafa gildar stóplarætur eins og eikin sem hefur gríðarlega stóra efnismikla stólparót sem leitar djúpt í jarðveginn. Aðrar tegundir eins og t.d. grenið og ösp hafa fremur flatar rætur sem vaxa rétt undir yfirborðinu. Furan fer bil beggja og sama má segja um birkið, okkar ágætu tegund. Annars á að leggja áherslu á fjölbreytnina sem mesta.

Eins og stendur er landnýting af Skaftáreldahrauni nánast engar. Með skógrækt væri unnt að bæta mjög aðra landnýtingu bæði með auknu skjóli, betra umhverfi að ekki sé talað um skógarnytjar þegar fram líða stundir. Skógrækt er til framtíðar, ekki nein skyndilausn eins og álbræðslur sem er smám saman að verða nóg af í landinu.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.12.2010 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 243436

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband