Eiga veiðar á makríl að koma í veg fyrir EB aðild?

Íslendingar hafa lengi fiskað fyrir ströndum landsins. Síðustu hartnær 35 ár hafa flestar fiskislóðir verið innan landhelginnar eftir að við lýstum yfir 200 mílna landhelgi eða að miðlínu við nærliggjandi lönd.

Þegar flökkustofnar eins og makríll leitar norðar vegna hækkunar hitastigs á norðurhveli jarðar, þá getur engin þjóð krafið okkur um að við eigum að láta af veiðiskap þessarar tegundar innan fiskveiðilögsögu okkar.

Satt best að segja átta eg mig ekki á því hvernig sumir vilja blanda óskyldum málum saman, rétt okkar til makrílveiða og umsóknarferli okkar í Evrópusambandið. Þessi viðhorf eru mjög gamladags að ekki sé dýpra tekið í árina. Aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu fjallar um margt fleira en veiðar á makríl.

Ef landar okkar sem vilja lúffa fyrir nokkrum breskum harðlínumönnum þá ættu þeir sömu að kanna þessi mál betur. Fyrr á þessu ári komst upp um stórtæk misferli með upplýsingar um réttar tölur um afla á makríl og voru þar þó aðilar sem nú eru að gagnrýna Íslendinga fyrir takmarkalausar makrílveiðar. Auðvitað höfum við sama lagalegan sem siðferðislegan rétt að veiða úr þessum stofnum, alla vega meðan hann er veiddur innan íslenskra fiskveiðilagamarka.

Aðild að EBE á skilyrðislaust að halda áfram. Með því tryggjum við betra lagaumhveri á Íslandi, betra samfélagi og umfram allt að tryggja að hér verði herlaust Ísland.

Mosi


mbl.is Gagnrýnir yfirlýsingar Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Breskur yfirgangur - samur við sig -

Íslenskt lansölufólk og undirlægjur við esb - breta - hollendinga - ags o.fl. samt við sig.

Höldum haus - veiðum Makrílinn - hröðum því að þjóðin geta hafnað aðild að kúgunarklúbbi esb.

Það er farið að koma líf í umræðuna um að við segjum okkur úr NATO - er það næsta skref?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.12.2010 kl. 17:23

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skil ekki hvert þú ert að fara Ólafur. Þú verður að setja hugsunina þína í betri búning svo að fólk geti skilið þig.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.12.2010 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 243436

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband