20.12.2010 | 22:07
Breyttar reikningsskilareglur leiða til hagnaðar
Ljóst er að breyttar reikningsskilareglur leiða til hagnaðar RÚV. Tekjur aukast aðeins um 3% milli ára eða úr 4.83 milljarðar í 4.97 og útgjöld hækka sömuleiðis úr 4.2 milljörðum í 4.48. Það er hlutfallslega meiri hækkun en á tekjum.
Rekstrarhagnaður 1.9.2008 - 30.8.2009 var 628 milljónir miðað við 487.5 milljónir tímabilið 1.9.2009-30.8.2010.
Athygli vekur að bókhaldsárið hjá Rúv miðast við fiskveiðitímabilið en ekki almanaksárið sem væri eðlilegra eins og hjá langflestum fyrirtækjum sem og ríkissjóði.
Það er í gegnum svonefnd fjármagnsgjöld og gengisbreytingar þar sem kemur þessi innspýting í þessa 80 ára gömlu forréttingu landsmanna að ræða.
15 milljónir til framkvæmdastjóra í árslaun telst til ofurlauna. Það mætti lækka þau umtalsvert í samræmi við önnur ofurlaun í samfélaginu enda er þessi rekstrarútkoma ekkert sérstök nema síður sé. Alla vega er tæplega tilefni að hrópa húrra fyrir enda hafa breyttar reikningsskilareglur við uppgjörið átt þátt í þessum viðsnúningi.
Reikninga RÚV má sjá á slóðinni: http://www.mbl.is/media/93/2493.pdf
Mosi
206 milljóna hagnaður af rekstri RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo virðist sem einhvers misskilnings gætir hjá þér varðandi uppgjör félagsins. Þú varpar fram þeirri staðhæfingu að um breyttar reikningsskilavenjur sé að ræða, en nefnir ekki hverjar þær eiga að vera.
Í reikningnum segir: ,,Eftirfarandi nýir og endurbættir staðlar (IFRS/IAS) og túlkanir (IFRIC) tóku gildi á reikningsárinu en höfðu engin áhrif áreikningsskil félagsins[...]"
Þessu fylgir einhver upptalning, en hvergi í reikningum er tekið fram að um breytta reikningsskilavenjur sé að ræða.
Ég fæ því ekki séð að fullyrðing þín sér rétt.
Afhverju er eðlilegra að miða uppgjör við almanaksár? Það skiptir ekki nokkru einasta máli! Og það er alls ekki rétt að öll fyrirtæki miði ársreikningatímabil sitt við almanaksárið, enda skiptir tímabilið engu máli. Og tengingin við fiskveiðitímabilið, hvaðan kemur hún? Afhverju ekki alveg eins við námsárið?
,,Það er í gegnum svonefnd fjármagnsgjöld og gengisbreytingar þar sem kemur þessi „innspýting“ í þessa 80 ára gömlu forréttingu landsmanna að ræða."
Fjármagnsgjöld, öðru nafni vextir, hafa lækkað svo um munar frá fyrra rekstrarári. Þú mátt s.s. kalla það hvaða nafni sem þú vilt, en þetta telst yfirleitt til jákvæðra frétta og er til marks um aðhald í rekstri. Annaðhvort hafa lán verið greidd niður, þau afskrifuð, eða samið um lán með betri kjörum. Ekkert nema jákvætt um það að segja.
Hvað gengismun varðar, þá spyr ég hvort þú hafir hugmynd um hvað við er átt, því ég fæ því miður ekki lesið það út úr þessum reikningi. Skal þó ítrekað að lesið var yfir hann í fljótheitum.
Ég vitna í Stefán Svavarsson:
,,Með orðinu gengismunur [...](gengishagnaður eða gengistap) er átt við þann mun sem fram kemur við breytingar á gengi gjaldmiðla gagnvart peningalegum eignum og skuldum sem skráðar eru í erlendum gjaldmiðlum. Orðin gengishagnaður og gengistap eru í reikningsskilum illu heilli einnig notuð um gangvirðisbreytingar á hlutabréfum og skuldabréfum og er þessu hvoru tveggja gjarnan steypt saman í eina tölu í rekstri, þó að efnisinnihaldið sé ólíkt.
Miklu skiptir við mat á hinum eiginlega gengismun að athugað sé af hvaða tagi hann er. Ástæðan til þess er sú, að stundum hefur gengismunurinn lítil áhrif, hvort sem hann er hagnaður eða tap og skiptir þá fjárhæð munarins engu, en í öðrum tilvikum geta rekstraraðilar orðið fyrir verulegu tjóni vegna gengismunar eða hreppt ávinning sem um munar."
Ef þessi gengismunur er vegna lækkunar erlendra skulda, sem má teljast líklegt vegna lægri vaxtakostnaðar og vegna þess að hann er talinn upp með fjármagnsgjöldum, er þessi munur mjög jákvæður fyrir félagið, enda ólíklegt að RÚV hafi miklar erlendar tekjur.
Útvarpsstjóri hefur tekið á sig þriggja milljóna kr. launaskerðingu á ársgrundvelli. Hún er líklega í formi bifreiðar sem hann hafði til afnota þangað til í febrúar á þessu ári. Það er eðlilegt að hann taki á sig skerðingu, og hugsanlega mætti hún vera meiri, það er ekki okkar að dæma. Hann stýrir stóru fyrirtæki, og ber þó nokkra ábyrgð og hann sýnir að hann stendur undir henni með því að skila hagnaði nú. Það gerir hann þrátt fyrir töluverðan niðurskurð.
Hins vegar vekur nokkra athygli að launakostnaður hefur aukist umtalsvert, það gerist þrátt fyrir fækkun starfsmanna. Það verður að teljast undarlegt að segja fólki upp í hagræðingarskyni, en sitja svo uppi með 70 milljóna kr hærri launakostnað. Þetta gerist einnig þrátt fyrir að stjórn og stjórnendur hafi tekið á sig skerðingu. Svo virðist sem aðrir starfsmenn séu að fá launahækkanir. Er það eðlilegt?
Guðmundur Óskar, 20.12.2010 kl. 22:56
Þakka þér Guðmundur Óskar. Eg vil taka það fram að eg er ekki með endurskoðendamenntun en með því að bera saman tölur milli tímabila má sjá þær breytingar sem máli skipta. Sjálfur einblíni eg oftast á tekjur og gjöld einkum þau sem unnt er að lækka, t.d. vaxtagreiðslur vegna skulda. Tekjur hækka ekki nema að hálfu leyti við hækkun gjalda sem alltaf er vond vísbending að megi lagfæra í rekstri. Þetta er svona einföld bókhaldsgreining sem kenna mætti við rassvasana alkunnu.
Já, mér finnst einkennilegt að launakostnaður hækki meðan starfsmönnum fækkar. Vel kann að vera að skýringin sé sú að þeir njóti biðlaunaréttar og starfslokasamninga en ekki rakst eg á það í skýringum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.12.2010 kl. 23:19
Feis Guðjón, þetta sýnir þér að hugsa kannski áður en þú tjáir þig.
Hallur (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 01:01
Eðlilegast væri að Íslenska ríkið væri ekkert að skipta sér af rekstri sjónvarps.
Meðallaunun hjá RÚV eru 485.000 á mánuði. Ég veit ekki hvort það telst gott eða slæmt á Íslandi í dag...
Hörður Þórðarson, 21.12.2010 kl. 07:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.