Hóflega og sanngjarna skattheimtu

Hófleg og sanngjörn skattheimta til að bæta ferðamannastaði er af því góða. En tryggja þarf að þessi nýja skattheimta nýtist þeim tilgangi sem stefnt er að.

Það er oft fremur auðvelt að leggja á ný gjöld á landsmenn. En hafa þau alltaf skilað sér?

Við erum enn að borga 2% virðisauka vegna eldgossins á Heimaey 1973. Um tíma var lagður eignaskattsauki til þess að unnt væri að ljúka byggingu Landsbókasafns (Þjóðarbókhlöðu). Þessum tekjustofnum var nánast „stolið“, þeim fyrri í þessu almennu skatthit eftir að búið var að greiða allt tjón af völdum eldgossins og þeim síðari tímabundið af nokkrum ríkisstjórnum kringum 1990.

Við borgum t.d. há gjöld vegna eldsneytis á ökutæki. Verulegur hluti af þessum gjöldum eiga að fara í vegasjóð, lagningu nýrra vega og viðhald þeirra. Þegar svonefnd Sundabraut var fyrst kynnt til sögunnar var rætt um að hún yrði tekin í notkun í síðasta lagi árið 2006. Með öðrum orðum átti Sundabrautin sem styttir leiðina frá miðbæ Reykjavíkur vestur og norður í land um heila 10 km. Enn hefur ekki einn einasti metri Sundabrautar verið lagður og spurning hvort ekki mætti fara að byrja á þessari gagnlegu vegagerð. Á meðan hefur framlagi til Vegasjóðs verið varið til fjölmargra verkefna sem gagnast mun færri veganotendum.

Við viljum hófsama, sanngjarna en umfram allt markvissa skattheimtu.

Mosi


mbl.is Ferðalangar skattlagðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Og sýnast þér einhverjar líkur á að núverandi ríkisstjórn standi að "sanngjarnri og markvissri skattheimtu"?

Hvumpinn, 9.12.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband