Mikilvæg yfirlýsing

Forysta Samfylkingarinnar á hrós skilið fyrir að taka þetta skref. Mjög alvarleg mistök voru gerð í aðdraganda bankahrunsins og ef tekið hefði verið á þessu máli föstum tökum, hefði verið unnt að draga verulega úr því tjóni sem reyndin varð.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki kannast við nein mistök. Ekki heldur Framsóknarflokkurinn. Á þeim bæjum telja  menn sig hafna yfir gagnrýni. Í stað þess að leggja sitt á mörkum að leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir hafa þessir aðilar sett fram mjög umdeildar hugmyndir sem eru að öllum líkindum mun dýrari en ríkisstjórnin hefur valið.

Þannig hefur formaður Framsóknarflokksins sífellt haldið fram svonefndri 20% leið um flatan niðurskurð á öllum lánum og talið hana þá einu réttu. Ef slík leið hefði verið farin hefðu fyrst og fremst fjármunabraskaranir hagnast einna mest á henni en ekki þeir sem raunverulega þurfa á stuðning og skilning á að halda. Af hverju hefðu stórbraskarar á borð við Finn Ingólfsson og Ólaf Ólafsson meðal vildarvina Framsóknarflokksins að þurfa á 20% niðurfellingu skulda umfram aðra að halda?

Þessir aðilar eru ekkert ofgóðir að standa reikningsskap gjörða sinna í aðdraganda hrunsins, rétt eins og aðrir sem sýndu vítavert kæruleysi. Þessir aðilar eiga að gera upp skuldir sínar rétt eins og annað sómakært fólk sem vill helst af öllu ekki skulda neinum neitt.

Samfylkingin á heiður skilið að gera upp við fortíðina sem aðrir mættu taka alvarlega sér til fyrirmyndar!

Mosi

 


mbl.is Samfylkingin biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband