Að reisa sér hurðarás um öxl

Því miður er ekki alltaf sem sumir sýna mikla skynsemi. Lengi vel voru peningalán mjög eftirsótt, m.a. vegna lágra vaxta og fram til 1979 voru endurgreiðslur lægri en lánin sjálf þannig að það var innbyggður hvati að taka ný lán. Fyrir vikið voru bankarnir n.k. skömmtunarstöðvar fyrir lánsfé en sparnaður þeirra sem vildu sýna ráðdeildarsemi, gufaði bókstaflega upp í dýrtíðinni.

Eftir 1979 var tekin upp umdeild verðtrygging sem kom sérstaklega ungu fólki í koll, rétt eins og gerðist með gengistryggðu lánin sem margir freistuðust til að taka. En 1983-84 gerðist það, að þáverandi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók þá ákvörðun að kaupgjaldsvísitalan var að hluta tekin úr sambandi. Þannig myndaðist „gjá“ í vísitölunni sem hafði þau áhrif að lán hækkuðu meira en kaupmáttur launamanna. Þetta ástand var nefnt „misgengi“ sem er kunnugt jarðfræðilergt fyrirbæri. Mjög margir lentu í erfiðleikum vegna þessa og voru bankar mjög virkir við að innheimta vanskilaskuldir sem hlóðust upp, rétt eins og nú. Talið er að mun fleiri hafi lent í þessum misgengiserfiðleikum en nú, enda var kaupmáttur fólks almennt lakari en nú er, meira en aldarfjórðungi síðar.

Það borgar sig aldrei að reisa sér hurðarás um öxl. Fjárhagsvandræði allt of margra stafa af þessu. Lánsfé er ekki ókeypis eða ódýrara en það fé sem við vinnum okkur fyrir.

Því miður hafa ýmsir stjórnmálamenn fallið í þá freistni að vilja afla sér vinsælda með furðulegum yfirlýsingum. Einn þeirra boðaði t.d. flatan 20% niðurfellingu allra skulda! Ef sú leið hefði verið farin, hefði það komið sér sérstaklega vel fyrir þá sem skulda mest en skelfilega afleiðingu fyrir Ríkissjóð, sjóð allra landsmanna. Það hefði kallað á mun harkalegri niðurskurð samfélagsþjónustu og skattlagningu. Einkennilegt er að allt of fáir sjá í gegnum svona lýðskrum og „popularisma“. Mun þessi stjórnmálamaður hafa fengið einhver atkvæði út á þessa vafasömu yfirlýsingu, allt of mörg til þess að hann slysaðist inn á þing í síðustu kosningum til Alþingis.

Við Íslendingar þurfum að læra að spara og leggja fyrir. En þá má fjármunastjórnunin í landinu ekki bregðast jafn illa og gerðist í aðdraganda bankahrunsins. Sparnaður tugþúsunda Íslendinga sem og fjárfestingar lífeyrissjóðanna urðu nánast að engu í höndunum á vörgunum sem kenndu sig við útrás. Frjálshyggjan reynbdist okkur dýr, já rándýr og er hvorki Sjálfstæðisflokknum né Framsóknarflokknum til sóma nema öðru nær.

Við mættum taka okkur varfærni Þjóðverja í fjárhagsmálum okkur til fyrirmyndar. Þeir bera höfuðið hátt um þessar mundir, eru forystuþjóð í Efnahagsbandalæagi Evrópu. Þeir hafa byggt upp öryggið og gott samfélag. Nú er það nýjasta að frétta úr því landi að herskylda hafi verið afnumin enda er her einhver dýrasti rekstur sem hvílir á mörgum þjóðum.

Þjóðverjar leyfa sér annan lúxús, t.d. ferðast sem víðast og upplifa náttúrufegurð víða um heim. Ísland er í þeirra huga margra hverra einhvert það sérkennilegasta sem þeir upplifa. Við getum verið ánægð með það en þurfum auðvitað að forðast að reisa okkur hurðarás um öxl þar sem æskileg landnýting er og forðast að taka há lán sem kunna að reynast okkur of dýrkeypt.

Mosi


mbl.is Hugmyndir um að hækka vaxtabætur um sex milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband