26.10.2010 | 20:31
Aspir eru skógartré
Alltaf er mér minnisstætt þegar tengdaforeldrar mínir frá Þýskalandi komu fyrst í heimsókn til okkar. Tengdamömmu varð strax starsýnt á nýútplantaða ösp í litla garðinum okkar og kvað hafa fremur illa reynslu af þessari trjátergund. Bætti hún við að þetta væri varhugavert illgresi sem ætti þegar að koma burt. Aspir eru skógartré og eiga ekkert erindi í litla garða eins og ykkar!
Satt best að segja þá hafði eg ekkert við athugasemd tengdamömmu að segja enda var húnalltaf mjög dugleg garðyrkjukona og var sístarfandi í stóra garðinum sem hún hafði í Þýskalandi. Þar var allt mögulegt ræktað allt frá kartöflum og jarðarberjum upp í lauka, maís, salöt og fjöldann allan af ýmsum ávöxtum, epli, plómur, kirsuber, mirabellur og margt fleira. Alltaf var gaman að vera henni innan handar við sitt lítið af hverju en best þótti henni varið þegar grasið var slegið og illgresi upprætt.
Reynsla þessarar góðu þýsku ræktunarkonu var mjög lærdómsrík. En öspin í garðinum okkar fékk að standa enda húsfreyjan ekki alveg sammála móður sinni. Það er skiljanlegt því við íslendingar viljum gjarnan sjá árangur og hann helst strax. Aspir eru dugleg tré sem vaxa okkur á ógnarhraða fljótt yfir höfuð. Hún skýtur rótum út um allt og er ekkert að fara of djúpt með þær. Víða verða litlir túnblettir alsettir rótakerfi og sláttuvélin á í fullu fangi við að komast yfir ræturnar.
Annars er litli garðurinn okkar fyrir löngu troðfullur af öllum mögulegum plöntum. Við höfum haft ofurlitla gróðrarstöð þar sem við ölum upp nokkra tugi trjáa í pottum sem við gróðursetjum í spildu sem við eigum nyrst í Mosfellsbænum. Þar er nóg svæði fyrir stór og vöxtuleg tré eins og aspir. Á hverju ári höfum við sett niður hundruði stiklinga af ösp og ýmsum víðitegundum með ágætum árangri. Eitt vorið keyptum við 50 bakka af greni, furu og lerki, alls 2.000 trjáplöntur. Lunginn af þessu lifir og er að koma til. Það sem hefur valdið okkur einna mestu erfiðleikum eru flutningarnir. Við höfum þurft að bera á sjálfum okkur allt sem til þarf um hálftíma enda er enginn vegur að spildunni. Sérstaklega var þetta erfitt þegar við endurnýjuðum girðinguna sem er rúmur kílómetri að lengd. Þarna var áður allt morandi í sauðfé sem óð bókstaflega um allt. Girðingefnið varð að bera á sjálfum sér og voru sérstaklega vírnetsrúllurnar einna erfiðastar. Hver rúlla var rúmlega 40 kg að þyngd. Þá þurfti að koma um 200 girðingastaurum á staðinn auk gaddavírs og sitt hvað fleira: áburður fyrir trjáplönturnar, vörubretti og timburafganga til að byggja skjól gegn ríkjandi vindátt. Sennilega þætti einhverjum þetta vera íslandsmet í vitleysu. En þegar hobbýið er svona, þá er kannski ekki von á góðu.
Skiljanlegt er að aspirnar við aðalinnganginn Landsspítalans hafi þurft að þoka. En væri ekki rétt að planta öðrum trjátegundum í staðinn að vori? Þarna myndi stafafura og birki sóma sér vel og kannski nokkur grenitré. Þessar trjátegundir draga að sér fugla sem alltaf er gaman að hafa nálægt sér enda eru þeir yndi margra. Barrtrénar með sínu sígræna barri minna á lífið og tilveruna jafnvel þó kaldur vetur sé.
Góðar stundir
Mosi
Aspir fjarlægðar af spítalalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Getur þú nefnt fleiri dæmi um skógartré eða væri kannski syttri upptalning á garðtrjám. Eftir mínum upplýsingum komu trén á undan garðinum. Þætti vænt um svar.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 21:05
Sitkagreni er heldur ekki fyrir litla garða.
Helga R. Einarsdóttir, 26.10.2010 kl. 21:58
Ég hef lengi sagt að aspir séu stórvaxnasta illgresi sem auðvelt er að koma sér upp. Er með slatta af þeim sjálfur. Hef líka upprætt slatta af þeim og það er kostur við þær að ræturnar vaxa einkum út frá þeim en ekki niður, þannig að tiltölulega auðvelt er að reita þær upp sem það illgresi sem þær eru. Lauffallegar samt greyin og ég er ekki tilbúinn að útrýma þeim alveg þó ég eigi bara garð en ekki skóg.
En nú þarf ég að uppræta björk nokkra sem er á að giska 7-9 metra há. Mér hefur alltaf gengið mun ver að ná upp rótum þeirra heldur en aspanna. Nokkur góð ráð á takteinum? Ég vil fá svæðið slétt og véltækt eftir verknaðinn.
Sigurður Hreiðar, 27.10.2010 kl. 16:47
Guðmundur: Mjög góð yfirlitsrit eru: Barrtré á Íslandi og Lauftré á Íslandi, ritstjóri Auður Ottesen. Þessi rit komu út fyrir nokkrum árum og þar eru mjög góðar praktískar leiðbeiningar.
Sammála þér Helga að sitkagreni er einnig afleitt fyrir litla garða. Þó hefur grenið það fram yfir öspina að ef tréð er fellt, þá dfrepst það en er ekki að skjóta rótarskotum um allan garðinn.
Góð aðferð er að saga neðstu greinarnar og þá alveg upp við stofninn. Með því er verið að halda greiðum aðgangi um garðinn og koma í veg fyrir að birta komist ekki í gegn um tréð þegar það vex. Grenið veitir mjög gott skjól fyrir vindi enda eitt stormþolnasta tré sem hér vex.
Sigurður: Tengó hafði líka orð á þessu með öspina að þetta væri hávaxnasta illgresi sem hún hefði séð á Íslandi!
Fyrir þá sem eru með kamínur eða arinn eða önnur eldstæði eru aspir mjög góður eldiviður. Þær aspir sem eru felldar að vori er unnt að nýta í eldinn næsta vetur. Greni og fura þarf að liggja a.m.k. einn vetur.
Bestu kveðjur
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 27.10.2010 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.