Alvarleg áminning

Þetta gríðarlega mengunaróhapp má væntanlega rekja til kæruleysis einhverra þeirra sem starfa við þessa súrálsverksmiðju í Ungverjalandi. Svona lagað á ekki að geta átt sér stað þar sem öryggisbúnaður og eftirlit er í lagi.

Sjálfsagt er að eigandi viðkomandi rekstrar beri fulla ábyrgð og beri allan kostnað af þessu ástandi.

Áliðnaður á sér margar skuggahliðar og nú horfum við upp á þetta. Sennilega er þetta enn verra í þróunaríkjum eins og Afríku þar sem auðhringarnir hafa haslað sér völl og gera landsmenn sér háða. Við Íslendingar erum í mikillri hættu að vera háðir álbræðsluiðnaðinum um of en Landsvirkjun afhendir nú yfir 80% af rafmagnsframleiðslu sinni til stóriðjunnar.

Fyrir nokkrum mkisserum var sýnt frá mótmælum ítalskra verkamanna í fyrrum álbræðslum Alkóa, sama fyrirtækis og rekur álbræðsluna á Austurlandi. Þessum verksmiðjum var lokað vegna þess að þær þóttu ekki lengur hagkvæmar í rekstri.

Þannig leita auðhringar uppi hagstæðustu aðstæðurnar annars vegar þar sem aðföng, orka og vinnuafl er ódýrast. Gróðanum er hins vegar beint til þess lands þar sem skattaumhverfi er hvað hagstæðast.

Ef Bandaríkjamenn tæku upp á endurvinnslu einnota álumbúða væri unnt að loka flestum álbræðslum í Norður Evrópu. Svo mikið nota Bandaríkjamenn í umbúðir. Ekki þarf nema 5% af orkunni sem ella fer í að vinna ál úr hrááli.

Hvenær kemur að okkur?

Mosi


mbl.is Eyðileggingin breiðist út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 243411

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband