Hinn síungi Ómar

Ómar Ragnarsson hefur verið náinn fylgifiskur íslenskra fjölskyldna í meira en hálfa öld, hvað menningu og daglegt líf þjóðarinnar varðar. Hann er fyrst einna þekktastur sem gamanvísnahöfundur og flytjandi, gleðivaki og skemmtikraftur þjóðarinnar í áratugi. Þá var hann fréttamaður í áraraðir, fræðari um nánast allt milli himins og jarðar en í seinni tíð einkum um leynda náttúrufjársjóði þjóðarinnar sem því miður mörgum hefur verið spillt í darraðardansinum kringum gullkálfinn.

Á þessum tímamótum samfagnar þjóðin Ómari sem sjálfsagt lætur ekki elli kerlingu slá sig út af laginu og láti neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir þennan aldur þegar flestir leggja árar í bát að loknu drjúgu ævistarfgi.  Ómar verður vonandi áfram iðinn við kolann, rétt eins og náttúrufræðingurinn David Attenborough, að fræða okkur áfram um leyndardóma íslenskrar náttúru og hvernig við komumst hjá að eyðileggja meira en orðið er.

Til lukku með afmælisdaginn Ómar!

Mosi


mbl.is Ómar skemmtir sér og gestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband