Fátt svo með öllu illt

Fátt er svo með öllu illt að boði ekki eitthvað gott. Svo segir gamalt íslenskt orðatiltæki.

Askan úr Eyjafjallajökli hrelldi margan og olli ýmsum miklu tjóni einkum flugfélögum í Evrópu. En alltaf var ljóst að askan hafði ýmsa kosti, þ. á m. að hún hefði mjög góð áhrif á jarðargróða.

Fyrir nokkrum árum var talað um að nálægt 10% af korni sem notað væri hér kæmi frá innlendum framleiðendum. Fróðlegt væri að vita hversu hátt þetta hlutfall er nú. Og íslenskir bændur ættu að leggja mun meiri áherslu á að rækta sem mest af korni enda sú framleiðsla ekki háð neinum kvótum alla vega eins og nú stendur. Til að auka skjól og bæta ræktunarskilyrði ættu bændur að koma sér upp sem mestu af skjólbeltum með því að planta trjám t.d.meðfram skurðum og girðingum. Klemens Kristjánsson á Sámsstöðum komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að mun meiri uppskeru korns er að vænta þar sem góð skjólbelti eru til staðar.

Við Íslendingar eigum að fagna kornbændum með góðan árangur í þeim erfiðleikum sem steðjað hafa landsmenn á undanförnum misserum. Ekki veitir nú af! Og hvetja þá til meiri dáða á þessu sviði. Við eigum að rækta sem mest sjálfir allt það sem notað er í landinu hvort sem það er grænmeti, korn eða aðrar neysluvörur meðan unnt er að framleiða það á hagkvæman og sem bestan hátt.

Kaupum hvorki grænmeti eða korn frá Hollandi eða öðrum þeim löndum þar sem við megum reikna með að ekki sé staðið  jafnheilsusamlega að framleiðslu þessara neysluvara og hér á landi.

Mosi


mbl.is Askan bætir uppskeruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband