8.9.2010 | 17:17
Ferðaþjónusta sumarsins að baki
Síðastliðna helgi lauk verkefnum mínum á vegum ferðaþjónustunnar að þessu sinni. Fór 5 hringferðir á vegum Ferðaþjónustu bænda sem eg tel vera ein besta ferðaskrifstofa á Íslandi um þessar mundir. Allur hefðbundinn undirbúningur hinn besti og í föstum skorðum og hinn vandaðasti þó svo að alltaf megi bæta um betur í einstökum atvikum.
Síðasti hópurinn var einstaklega samsettur af einstaklingum, flest hjónum sem komu hingað öll með tölu í fyrsta skipti til Íslands að kynnast landi og þjóð sem best í 11 daga hringferð um landið. Veður var þessum hóp mjög hagstætt en þó rigndi nokkuð vel síðustu dagana.
Í hópnum voru m.a. kennarar, læknir, arkitekt, blaðamaður og upplýsingafulltrúi í þýska stjórnarráðinu í Berlín. Mér fannst eiginlega mest til hans koma enda hann óvenjulega áhugasamur að kynnast sem best Íslandi, Íslendingum og íslenskum hugsunarhætti. Spurði hans margs og oft vildi hann fá nánari upplýsingar um ýms þau málefni sem efst brenna, m.a afstöðu Íslendinga til Efnahagsbandalags Evrópu. Að sjálfsögðu minntist eg á þau sjónarmið sem þorri Íslendinga hafa til EB: við sem neytendur myndum fyrir alla muni vilja þegar vera EB þjóð enda yrði verðlag og vextir í bönkum væntanlega hagstæðari. Þá er auðvitað alltaf hagkvæmt að hafa sama gjaldmiðil sem víðast. En málið er ekki svona einfalt. Við erum sú þjóð Evrópu sem er háðust fiskveiðum og útflutningi á fiskmeti. Við höfum ekki tök á því að gefa neitt eftir í þeim efnum. Þá eru efasemdir á Íslandi um hvort réttlætanlegt að sækja um aðild með hliðsjón af styrktarsjóðum EB m.a. vegna auki9nna styrkja til þeirra landa sem eru norðan við 62 norðlæga breiddargráðu. Við Íslendingar eigum ekki að sækja um aðild með slík sjónarmið í huga.
Þegar við ókum um Skaftafellssýslur og eg sagði ferðafólkinu frá þeim hrikalegu hörmungum sem gengu yfir íslensku þjóðina á árunum 1783-85, varð mörgum orðfall. Við komum við hjá kapellunni á Kirkjubæjarklaustri, áðum örstutt hjá Fjarðargljúfri og aftur við trjálundinn sem Guðmundur bílsstjóri gróðursetti skammt vestan við veginn að Hunkubökkum og Laka. Athygli okkar vakti að sjálfsáðar furur eru að vaxa sunnan vegar og eru greinilega að breiða úr sér. Aftur spurði stjórnarráðsmaðurinn mig hvers vegna í ósköpum Íslendingar rækti ekki upp þetta mikla hraun sem vakið hefur ógn og skelfingu í meira en en 200 ár? Þetta land virðist ekki skila Íslendingum neinum arði en þarna gæti vaxandi skógur orðið þessu héraði aukin lyftistöng með skógarhöggi og skógarnytjum í framtíðinni.
Mér varð eðlilega hugsi við þessi viðhorf. Um þetta hafði eg aldrei leift mér að hugsa svona langt.
Skaftáreldahraun er talið vera 565 ferkílómetrar eða rúmlega hálft prósent landsins. Eldgos þetta eyddi tugum jarða og er hraunið í dag allt vaxið þykkum mosa. Víða eru að koma háplöntur til en háð framboði af fræjum með vindi og fuglum. Raki er þokkalegur og hiti hagstæður gróðri. Með því að dreifa t.d. birkifræi mætti þegar sjá góðan árangur innan nokkurra ára. Þá mætti planta barrtrjám með skógarnytjar síðari tíma í huga.
Óskandi er að þessar hugleiðingar nái augum og eyrum þeirra sem vilja gjarnan bæta atvinnuhorfur í Skaftafellssýslu sem sennilega ekki veitir af.
Mosi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.