Möguleg lausn?

Víða um heim eru mjög góðar hafnir í eða við mynni fljóta. Þar er yfirleitt ekki nein vandræði vegna framburðar úr ánum.

Ef til vill væri það lausn á vandanum að veita vatni úr Markarfljóti tímabundið í gegnum höfnina öðru hverju og láta strauminn hreinsa út sandinn. Þetta hefði auðvitað átt að athuga strax í upphafi þegar höfnin var hönnuð. Við hönnun hafnarinnar hefur væntanlega verið gert ráð fyrir að nauðsynlegt væri að fá sanddæluskip öðru hverju en ekki talið að svo skjótt kæmi að því að höfnin fyllist af sandi.

Hornafjarðarós hreinsar sig þannig af sjávarstraumum sem Hornafjarðarfljótinu og öðrum ám sem þar renna út í sjó. Þar er innsiglingin tiltölulega örugg af þessum ástæðum þegar farið er rétt að. Aðstæður þar eystra eru ekki sambærilegar en seint munu Hornfirðingar eiga von á að innsiglingarrennan verði ófær vegna mikilla strauma. Innsiglingin er allflókin og hefur stundum verið erfið einkum stærri skipum og skipsstjórnarmönnum sem eru ókunnir aðstæðum.

Spurning er að koma fyrir stokk með það í huga að unnt sé að veita góðum slatta af Markarfljótinu gegnum höfnina á Bakka. Þetta kostar töluvert þ. á m. nauðsynlegum lokunarbúnaði líkum þeim og eru á inntaksmannvirkjum vatnsaflsstöðva.

Íslendingar eru úrræðagóðir  og væntanlega finna verkfræðingar Vita- og hafnarmálastjórnar góða lausn á þessum vanda.

Mosi


mbl.is Herjólfur hægði á sér í drullunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þetta sýnist leikmanni í fræðunum býsna góð tillaga. Þó rörið úr fljótinu kosti eflaust slyndru er tilkostnaðurinn lítill þaðan í frá. Heitir það ekki sjálfbært?

Sigurður Hreiðar, 7.9.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband