Engar nýjar fréttir

Jón Baldvin er að mörgu leyti athyglisverður pólitíkus. Hann lætur eitthvað frá sér sem nánanst allir eru í í raun sammála um. En þessar yfirlýsingar hans hafa ekkert neitt meira að segja en hver einasti Íslendingur hefði getað látið hafa eftir sér.

Jón Baldvin hefði mátt biðja þjóðina afsökunar að hafa boðið Davíð Oddssyni og þar með braskliði Sjálfstæðisflokksins lyklavöldin að Stjórnarráðinu á sínum tíma. Jón Baldvin sprengdi upp þáverandi vinstri stjórn sem var að glíma við mjög erfitt verkefni: að fylgja eftir að uppræta víxláhrif kauphækkana og verðlags. Fyrir 20 árum voru gerðir mjög afdrifaríkir samningar um kaup- og verðlagsmál þar sem verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur lögðu áherslu á raunhæfari efnahagsstjórnun. Þar voru menn á borð við Ásmund Stefánsson og Magnús Gunnarsson sem reyndust sýna þá djörfung að höggva á einn erfiðasta hnút í togstreitu verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda.

Þegar Davíð var orðinn æðsti ráðamaður í Stjórnarráðinu var honum auðvitað eignaður áranguirinn af klappsveit Heimdallar af þessu öllu saman! Jón Baldvin fékk hins vegar að leika nokkurs konar einleik sem utanríkisráðherra á þessum árum og gerði auðvitað góða hluti þá kommúnisminn í Austur-Evrópu og Járntjaldið voru að hrynja og þjóðir við austanvert Eystrasalt kröfðust frelsis og fulls sjálfstæðis frá Rússum.

Um rannsóknarskýrslu Alþingis má auðvitað taka undir Jóni að hún er að mörgu leyti ákaflega vel unnin og faglega sett fram. Þó er einn augljós galli á henni: engar skrár yfir heimildir eða efnisorð hvorki mannanafna né yfir fyrirtæki og stofnanir sem augljóslega hefði þurft að fylgja til þess að gefa riti þessu meira gildi og auka aðgengni að upplýsingum.

Mosi


mbl.is Jón Baldvin hrósar rannsóknarskýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband