6.8.2010 | 23:22
Gerum betur!
Margt mætti spara með að taka fyrir innflutning á sumum vörutegundum:
Við eigum að framleiða sem mest af okkar grænmeti og neita að kaupa gamalt grænmeti frá Hollandi sem auk þess er mjög mikið af ýmsum varhugaverðum efnum, þ.á m. rotvarnarefnum.
Við eigum að auka verulega kornrækt á Íslandi. Sem stendur er einungis um 10% korns sem notað er í landinu framleitt hér, bygg og vetrarhveiti. Við gætum ræktað nánast allt það sem við þurfum bæði til manneldis sem og skepnufóðurs.
Auka notkun almenningsfarartækja sem hefði gríðarlegan sparnað í för með sér. Af hverju ferðast allt of fáir með strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu?
Ýmsan ártíðabundinn varning mætti takmarka: notkun nagladekkja mætti stórlega úr og jafnvel banna notkun þeirra á höfuðborgarsvæðinu nema með mjög ströngum skilyrðum. Með því mætti stórlega spara kostnað bæði við viðhald gatna sem og heilbrigðiskostnaði.
Jólatré getum við framleitt og komið á móts við vaxandi kröfur neytenda.
Hér er lítið eitt nefnt sem gæti dregið úr erlendum útgjöldum okkar.
Þá mætti auka tekjur þjóðarbúsins verulega með því að sýna meiri aðgæslu við rekstur og hagræða. Loka mætti t.d. sendiráðum víða og taka samvinnu við t.d. hinar norðurlandaþjóðirnar um sameiginleg sendiráð.
Varðandi tekjur þá er ferðaþjónustan vaxandi atvinnugrein og vænta má meiri tekjur í náinni framtíð. Ísland er að verða geysivinsælt en rétt er að haga fjárfestingu skynsamlega og ekki reisa sér hurðarás um öxl.
Þá mætti skoða lagaumhverfi stóriðjunnar betur en á þeim bæ hefur ekki ein einasta króna verið tekin í gjöld vegna mengandi starfsemi eins og víða Einnig er sterkur grunur að hlutfall stóriðjur í tekjuöflun orkuveita sé allt of lágt, m.a. vegna þess hve viss stjórnmálaöfl virðast hafa sofið gjörsamlega á verðinum og gefið allt of mikið eftir, venjulegum neytendum til stórs skaða.
Mosi
Áfram afgangur af vöruskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér bendir þú á eitt og annað gagnlegt, t.d. þetta með ónauðsynlegan og jafnvel óæskilegan innflutning á matvælum sem hægt væri að framleiða hér nægilega mikið af ef skilningur væri á því. Einnig eru negld dekk óþörf hér á okkar svæði og það er ekki nema við viss skilyrði, svo sem við snögga glerhálku, þar sem naglarnir gera (lítið eitt) meira gagn en góð vetrardekk. -- Svokölluð heilsársdekk eru eitthvað sem gefur falskt öryggi og menn með slíkt undir bílum sínum þurfa að sýna mikla aðgæslu að vetri. Þau eru heldur ekki sérlega góð að sumri.
Almenningsfarartæki eru dýr kostur, eyðslufrekur og fer illa með götur og vegi. Þar sem tími er mönnum dýrmætur eiga þau illa við. Nauðsynlegt að hafa þau en þau verða aldrei annað en nauðungarkostur þegar ekkert annað fljótlegra og hentugra er í boði. Við skulum horfast í augu við staðreyndir, í þessu efni sem öðrum.
Sigurður Hreiðar, 7.8.2010 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.