Afdrifarík mistök - Á ráðherra að segja af sér?

Árni Páll er að mörgu leyti mjög hæfur og góður ráðherra. Fram að þessu hefur hann verið farsæll í starfi en nú varð honum á ámælisverð mistök að skipa gamlan kunningja sinn í trúnaðarstöðu. Þar reynir á siðfræðislegar spurningar um hvort sá sem hann velur sé raunverulega hæfasti umsækjandinn. Í ljós hefur komið að Runólfur er flæktur í skuldamál þar sem skuldir voru afskrifaðar á einhvern dularfullan hátt sem hann vill ekki gefa upp. Fyrir vikið er hann tæplega hæfur að gegna þessu embætti.

Annar umsækjandi virðist vera mun hæfari að gegna þessu starfi m.a. með hliðsjón af mun meiri menntun og reynslu af hliðstæðum störfum.

Þegar ráðherra verður alvarlega á í messunni er spurning hvort hann eigi ekki að stíga til hliðar og segja af sér. Gömul venja er til um það erlendis að ráðherra segi af sér hafi þerir ofboðið borgurum með einhverjum ámælisverðum ákvörðunum. Með því axla þeir ábyrgð og sýna gott fordæmi. Það hvetur einnig aðra valdamenn að vanda betur ákvarðanatöku en á því hefur margsinnis verið mjög ábótavant í Stjórnarráðinu.

Mosi


mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

vissulega á Árni Páll að fara frá og það þótt fyrr hefði verið, sumum eru bara ekki nein takmörk sett - það er göslað áfram uns "drullan" nær þeim upp í eyru og þeir dregnir upp af "fólkinu" og hent frá með tilheyrandi veseni og kostnaði - gjörsamlega óþolandi þega fólk vill ekki kannast við sín "takmörk" og eða telur sig ofar hefðbundnum leikreglum sem og lögum sem hér eiga að gilda

Jón Snæbjörnsson, 3.8.2010 kl. 20:07

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er engin von til þess að Árni fari sjálfviljugur út því kemur það í okkar hlut að henda honum á dyr eins og hinum landráðamönnunum!

Sigurður Haraldsson, 3.8.2010 kl. 22:19

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þórólfur bróðir Árna sagði af sér sem borgarstjóri á sínum tíma vegna minnsta vafa um hagsmunaágreining. Mörgum fannst að þar hefði hann verið of fljótur á sér. Þórólfur hafði sem háttsettur starfsmaður Olíufélagsins átt þátt í að miðla upplýsingum og skipuleggja fundi olíufélagsforstjóranna um samráð um verðlag. Sem borgarstjóri var hann æðsti hagsmunagæslumaður Reykvíkinga m.a. gegn samráði olíufélaganna.

Til að skapa frið um borgarstjórastólinn ákvað hann að segja af sér og sýndi bæði mikla djörfung og ábyrgð. Mætti Árni bróðir hans taka fordæmi Þórólfs sér til fyrirmyndar öðrum ráðamönnum til eftirbreytni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.8.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband