Er Magma Energy braskfyrirtæki?

Þetta fyrirtæki er vægast sagt mjög furðulegt. Svo virðist sem það sé eins og hvert annað braskfyrirtæki rekið á kúlulánum. Forstjóri þess gefur upp að hann sé jarðfræðingur að mennt. Svo virðist að hann tengist ekkert fræðiheiminum af neinu tagi og hafi ekki skrifað svo mikið sem stafkrók í fræðunum. Ef nafn hans er slegið upp í google og leitað þá kemur í ljós að hann tengist fyrst og fremst viðskiptum um víða veröld og sumum jafnvel vafasömum.

Er það þetta sem við erum að sækjast eftir?

Við Íslendingar þurfum að kanna þetta mál betur. Við þurfum að hefja opinbera rannsókn á athöfnum þessa félags, hvernig það tengist stjórnmálamönnum og viðskiptaaðilum. Allt bendir til að þetta fyrirtæki tengist spillingu sem teygir sig víða, m.a. í íslensku samfélagi. Sumir stjórnmálamenn hafa jafnvel talið það vera hafið yfir minnstu efasemdir og því allt í lagi að veita því aðgang að öllu sem penignalykt kann að stafa af.

Magma Energy fær aðgang gegnum Geysir Green og Atorku að íslenskum orkuauðlindum. Þúsundir sparifjáreigenda og lífeyrissjóðir töpuðu gríðarlegu fé í formi hlutafjár á falli þessara fyrirtækja. Þar glataðist mikið fé sem við komum að öllum líkindum aldrei eftir að sjá aftur. Lífeyrissjóðirnir hafa verið að færa niður réttindi vegna lífeyris af þessum ástæðum.

Þeir stjórnmálamenn sem telja það vera í góðu lagi að erlent braskfyrirtæki hasli sér völl hér á landi og sölsi undir sig orkulindir þjóðarinnar eru ekki í hávegum hafðir í mínum augum. Þeir eru siðleysingjar sem telja sér vera allt heimilt þó svo að braskaranir sem þeim tengjast hafi margsinnis orðið vísir að óheiðarleika, prettum og svikum í viðskiptum. Eru þetta ekki sömu aðilar og gáfu kvótann á sínum tíma og einkavæddu bankanna. Eru þetta ekki sömu aðilarnir sem vilja næst einkavæða vatnið?

Braskaranir hafa margselt ömmur sínar gegnum tíðina. Við eigum ekki að koma nálægt svona viðskiptum í skjóli myrkurs sem ekki þolir dagsljósið!

Mosi


mbl.is Má eiga 98,5% hlut í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband