Vænta SUS menn umbunar?

Ekki má gleyma því að íslenskum hluthöfum í Atorku og Geysi Green var gefið langt nef. Áratuga sparnaður í formi hlutabréfa fjölmargra einstaklinga einkum þeirra sem komnir eru á miðan aldur, varð gerður einskis virði. Þó er einkennilegt að skuldir og fjárhagslegir erfiðleikar Magma Energy eru ekki minni en þessara íslensku fyrirtækja. Munurinn er sá að skuldirnar og kúlulánin Magma eru ekki komin á gjalddaga.

Íslensku bankarnir keyrðu Atorku og Geysi Green í þrot. Vitað var um tímabundna erfiðleika í rekstri þessara félaga. Nú hafa hrægammar yfirtekið Atorku og fyrirtæki samsteypunnar munu sjálfsagt rétta úr kútnum hvert á fætur öðru. Þá voru eignirnar kjaftaðar niður: Þannig var Promens sagt vera einskis virði við slumpverðmat. Á sama tíma og hlutafé Atorku var fært niður í ekkert neitt var Promens talið vera milli 11 og 12 miljarða virði. Önnur fyrirtæki á borð við Jarðboranir eitthvað svipað en allt sparifé okkar smáhluthafanna var svikið í hendurnar á erlendu fyrirtæki sem hyggst vinna á svipuðum nótumog einokunarverslun Dana fyrr á öldum.

Hvort þeir SUSS menn hyggjast vænta umbunar frá hinu nýja einokunarfyrirtæki fyrir einstakan skilning á hagsmunum þess, skal ósagt látið.

Mosi


mbl.is SUS tekur kaupum Magma fagnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þessi fögnuður SUS-manna er bar í samræmi við það sem búast mátti við frá þessu félagi fávita.

corvus corax, 21.5.2010 kl. 11:27

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hefur þetta félag ekki verið lengi þekkt fyrir að vera n.k. útungunarstöð fyrir braskara og ríkra pabbastráka?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband