Einkennileg deila

Þegar þekktir einstaklingar lifa ei lengur, skiptir þá mikilu máli hvar líkamsleifar þeirra eru jarðsettar? Það sem mestu máli skiptir er hvaða minningar viðkomandi hefur fyrir aðstandendur sína og þá sem vilja virða minningu þeirra.

Mikla athygli vakti á sínum tíma þegar rússneski fyrrum aðalritari Sovétríkjanna, Nikita Krúsjeff var jarðsettur. Rík venja var þá að allar hetjur Sovétríkjanna væri ætlaður greftrunarstaður í múrum Kremlar á næstu grösum við þar sem hervörður vaktar gröf hins óþekkta hermanns. Nei öðru nær, þessi leiðtogi var ekkert fyrir svoleiðis fínerí og vesen. Hann vildi fremur vera jarðsettur í ósköp venjulegri gröf í ósköp venjulegum kirkjugarði í Moskvuborg, skammt þar frá þar saem hann bjó þá hann ver leiðtogi Sovétríkjanna. Ætli nokkrum hafi þótt það athugunarvert? Sjálfsagt hvorki aðstandendum og vinum og væntanlega enn síður þeim sem steyptu honum af stalli. Þeir hafa væntanlega verið fegnir að þurfa ekki að hafa tilheyrandi hersýningu og viðhöfn eins og ella hefði verið.

Þessi deila í Póllandi er því miður ekki til þess fallin að efla frægð þeirra sem þarna áttu hlut að máli. Þeir létust við mjög sérkennilegar kringumstæður þegar forseti Póllands hugðist með fríðu föruneyti heiðra minningu þeirra hermanna sem KGB og Stalín lét ryðja úr vegi með köldu blóði á sínum tíma.

Óskandi er að þessi deila koðni sem fyrst niður enda skiptir engu máli hvar góðar sálir megi sameinast aftur gróðri jarðar. Öllum hlutaðeigandi sem og pólsku þjóðinni er vottuð virðing.

Mosi

 


mbl.is Val á greftrunarstað veldur deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband