Mikilvægi góðrar málnotkunar

Mörg orð geta haft tvær og jafnvel fleiri ólíkar merkingar. Málskilningur margra er einnig ólíkur. Það sem einn telur sig skilja alveg, dregur annar í vafa: orð geta merkt mismunandi hluti og því afvegaleitt þá sem skilja orð á annan veg en til er ætlast.

Í lagasetningu þarf því sérstaklega vel að vanda sem best alla orðnotkun. Þar mega ekki koma fyrir orð eða orðasambönd sem auðveldlega má skilja á annan hátt en til sé ætlast og hafi ef til vill aðra merkingu en flestir leggja skilning í.

Í frétt Morgunblaðsins segir: „Endurskoðendur árituðu milliuppgjör allra bankanna um mitt ár 2008 og staðfestu að þau gæfu glögga mynd af fjárhagsstöðu og afkomu þeirra“.

Með hliðsjón af niðurstöðu „Hrunskýrslunnar“ má skilja að þetta orðasamband „glögga mynd“ geti falist að starf endurskoðenda geti tengst því að fegra niðurstöður sem ella líta ver út. Nú er alveg ljóst að endurskoðun bankanna árið 2008 var að einhverju leyti lögð fram í blekkingarskyni. Það var verið að fegra niðurstöður sem voru þá þegar afleitar og allt benti til að ekkert væri unnt að gera og bjarga bönkunum frá hruni. Lánabækur bankanna síðustu vikurnar fyrir hrunið gefa einnig vísbendingu að eigendur bankanna höguðu sér eins og ræningjalýður. Þeir ýmist lánuðu sjálfum sér eða vildarvinum gríðarlegar fjárhæðir hvorki án traustra veða né nægra trygginga.

Stjórnmálamenn einkum í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki bera ótvíræða ábyrgð á því sem varð. Einkavæðingin var frá upphafi bæði vanhugsuð og framkvæmd í miklu fljótræði. Ekkert var aðhafst til að tryggja og treysta bankakerfið. Öðru nær: fremur var grafið undan því með vanhugsuðum óskiljanlegum ákvörðunum um afnám bindiskyldu, lækkun skatta einkum á hálaunamönnum. Og þá voru vextir lækkaðir í ofþenslunni sem aftur hafði áhrif að auka þensluna. Engar hömlur voru settar á hlutabréf og krosseignatengsl þó nauðsyn hefði verið. Þar hefði þurft að setja sanngjörn en skýr ákvæði um takmörkun atkvæðaréttar í hlutafélögum og er það sérstaklega raunhæft í dag. Hvaða rök eru fyrir því að braskarinn sem hefur með gríðarlegu lánsfé keypt hlutafé, sprengt upp verð þeirra, og stýrt félagi sem hann á kannski minna en ekkert í en venjulegur smáhluthafi sem er með sitt hlutafé skuldlaust. Með að innleiða mjög óverulega reglu í hlutafélagalögin hefði mátt koma í veg fyrir alla vitleysuna tengda bankahruninu: Takmörkun atkvæðaréttar hlutafjár þegar það hefur verið veðsett.

Af hverju eru aðrar reglur um hlutafé en aðrar skráðar eignir? Ráðstöfunarréttur þeirra sem veðsett hafa eignir sínar er takmarkaður og verður ekki virkur nema í fullu samráði við veðhafann. Af hverju má hluthafi sem veðsett hefur eign sína í formi hlutafjár fara með atkvæði hluta sinna jafnvel þvert á hagsmuni lánadrottins? Bankar hafa lánað fyrirtækjum og stjórnandi sem stýrir fyrirtæki tekur enn meiri lán í banka til að greiða út hærri arðsútgreiðslur en dæmi eru um. Hagsmunir braskarans byggjast á skammtímagróða en ekki langtímamarkmiðum. Við höfum horft upp á þetta í ýmsum fyrirtækjum.

Á næstu misserum munu störf og hugsanleg ábyrgð endurskoðenda verða í kastljósi. Er hugsanlegt að þeir hafi framið afdrifarík mistök og jafnvel afglöp í störfum sínum? Það er ekkert útilokað að þeim hafi yfirsést mikilsverð gögn sem ýtt hefur verið af einhverjum af sérstökum ástæðum til hliðar. En fyrr eða síðar koma þessar upplýsingar fram.

Mosi


mbl.is „Hvað merkja orðin glögg mynd?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband