31.3.2010 | 13:38
Byltingu á RÚV takk fyrir!
Athyglisverðar rannsóknaraðferðir
Eldgosið á Fimmvörðuhálsi verður sífellt forvitnilegra fyrir margra hluta sakir. Nú hefur nútímalegri tækni verið beitt í fyrsta skipti hérlendis að mæla hitann á rennandi hrauni.
Í kvöld verður í sal Ferðafélags Íslands væntanlega mikill og góður fundur þar sem einn fremsti eldfjallafræðingur heims, Haraldur Sigurðsson, flytur fyrirlestur um þetta magnaða eldgos. Að öllum líkindum á aðsóknin eftir að verða það mikil að margir verði frá að hverfa.
Einkennilegt má það vera, að ríkisfjölmiðlarnir gefi þessu gosi ekki meiri gaum. Á dagskrá Rúv mætti vera mun meira efni tengdu gosinu þar sem jarðfræðingar greina frá því sem er að gerast og hvernig þróunin kann að vera. Nokkrum sinnum hefur verið haft viðtal við Magnús Tuma jarðfræðing og nokkra fleiri starfsfélaga hans en þjóðin er mjög fróðleiksfús um náttúru landsins.
Á dagskrá ríkissjónvarpsins eru vikum og mánuðum saman, já jafnvel árum sömu útvötnuðu framhaldsþættirnir frá Bandaríkjunum um einhverjar vansælar eiginkonur, lækna og hjúkrunarkonur í endalausum bunum. Mætti ekki klippa á svona útþynningu og fá eitthvað íslenskt efni í staðinn? Tilvalið væri að fá Harald Sigurðsson jarðfræðing í hálftíma þátt til að útskýra fyrir þjóðinni hvernig hann sér þetta eldgos þróast áfram. Það væri mjög vel þegið af þorra þjóðarinnar.
Athyglisverð viðtöl er eitt vinsælasta efni í sjónvarpinu einkum þar sem myndum, kortum, línuritum og öðru upplýsingaefni er jafnframt sýnt. Þetta efni getur varla verið fjárhag okkar ofviða og mætti jafnframt spara nokkra bandaríkjadali.
Dagskráin er yfirhlaðin af bandarísku útþynntu afþreyingarefni sem flest venjulegt fólk er fyrir löngu orðið dauðþreytt á.
Gerum róttæka breytingu á dagskrárefni RÚV - jafnvel byltingu ef ekkert breytist! Við mættum líka taka út gömlu útþvældu grammófónplöturnar í hádeginu: Síðasta lag fyrir fréttir. Kannski mætti setja annað áheyrilegra tónlistarefni í staðinn hvort sem það væri í dúr eða moll eða einhverju öðru áheyrilegu formi.
Mosi
800°C hiti í hrauninu | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
RUV er alveg að sigla í kaf ömurleg stöð hefur snar versnað síðustu misserin, einnig er hlutdrægni ekki lengur gætt.
Sigurður Haraldsson, 31.3.2010 kl. 14:05
Sæll. Það má nú alveg benda þér á að ef þú ert leiður á gömlu grammaófónplötunum geturðu bara skipt frá Rás 1 yfir á Rás 2. Þar er gjarnan spiluð "áheyrilegri" tónlist.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.