Hrunskýrslan og lýðræðið

Skýrslan um hrunið er að sjálfsögðu mjög viðkvæmt en jafnframt forvitnilegt efni að því leyti hver niðurstaða rannsóknarnefndarinnar er. Ljóst er að þeir sem eru líklegir að hafa stöðu sakbornings eða grunaðs manns í þessu hrunmáli, hafa fengið frest til andmæla. Það þykir sjálfsagður réttur í nútímasamfélagi þó svo að sömu aðilum hafi þótt sjálfsagt að taka vafasamar ákvarðanir í skjóli þess valds á eigin spýtur sem þeir höfðu á sínum tíma.

Við getum nefnt nokkur mjög augljós dæmi:

1. Ákvörðun um einkavæðingu bankanna

2. Ákvörðun um afnám bindisskyldu bankanna eða mjög mikla takmörkun hennar

3. Ákvörðun um að yfirstjórn Fjármálaeftirlitisins væri gerð allt að því óvirk að gæta að fjárhagslegu öryggi bankanna og þar með þjóðarinnar

4. Ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem er meginorsök allrar þeirrar þennslu sem olli gríðarlegustu brasktíð brakskara allrar Íslandssögunnar

5. Ákvörðun um að styðja innrásarstríð Breta og Bandaríkjanna í Írak sem er smánarblettur í utanríkisstefnu frjálsrar, friðelskandi og vopnlausrar þjóðar.

Sjálfsagt mætti fleira tína til en það látið eftir öðrum. Öll þessi mál hefði mátt leggja undir þjóðaratkvæði. Kannski að áhugaleysi fyrir því verði skýrður á þann veg að viðkomandi valdsmenn voru ekki sérlega meðvitaðir um hvernig lýðræðið á að praktíséra?

Hrunskýrslan verður birt þó svo að seint verði. Við eigum að lesa hana gaumgæfilega og leggja tíma og fyrirhöfn að kyunna okkur efni hennar. Hún verður væntanlega á náttborðum landsmanna innan tíðar og verður sjálfsagt notuð sem ígildi svefnlyfja! Spurning er hvort sala á svefnmeðulum og afslögkunarlyfjum verði minni? Þar kemur væntanlega einhver sparnaður á móti öllu tapinu þó svo að sá sparnaður verði hlálegur miðað við öll hin ósköpin.

Sagt er að reynslan sé dýru verði keypt. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokki hefur reynst okkur dýrt, já mjög dýrt spaug. Það hefði mátt gera margt nytsamlegt fyrir þann auð sem tapaðist og gufaði upp í höndunum á bröskurum sem hafa væntanlega skilað gegnum tíðina drjúgum greiðslum í kosningasjóði þessara spillingaflokka!

Mosi


mbl.is Skýrslan tefst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243413

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband