2.3.2010 | 10:22
Lykilatriði
Ljóst er, að þegar Gordon Brown tekur þessa groddalegu ákvörðun að beita bresku hermdarverkalögunum á Íslendinga án þess að gefa neina skýringar á, þá erum við vægast sagt í ákaflega erfiðri stöðu. Breska ljónið hefur snúið upp á hendurnar okkar, ekki aðra heldur báðar, og okkur hefur ekki reynst neinn betri kostur en að reyna samningaleiðina sem þó hefur reynst torsótt að sanngirni gagnvart þjóðinni.
Auðvitað er lykilatriði eignir hins fallna banka. Icesave reikningarnir voru stofnaðir til þess að styrkja eiginfjár st-öðu bankans. Í ársbyrjun 2008 lögðu matsfyrirtæki áherslu á við þáverandi bankastjornendur að auka innlán bankans. Á Íslandi væri aukin umsvif takmörkuð og því ættu Landsbankamenn að einbeita sér að innlánsaukingu erlendis.
Þetta fé átti að nýta til að mæta lánsgreiðslum sem voru á gjaldaga næstu missera. En áður en dæmið gekk upp sprakk blaðran með þeim hrikalegu afleiðingum sem allir þekkja.
En eignir Lasndsbankans eru umtalsverðar. Hann var iðinn við að lána fyrirtækjum og einstaklingum ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður erlendis. Og þessi lán eru að skila sér smám saman en lendir í vörslum Englandsbanka á vaxtalausum reikningi. Þessi innistæða eykst fremur en að dragast saman enda ber skuldurum að greiða bankanum áfram, þeir sleppa ekki við svo billega.
Þessar eignir Landsbankans eru lykilatriði við að leysa þessa Icesave deilu. Innistæðan í Englandsbanka er í dag um það bil hallinn á íslensku fjárlögunum og jafnvel hærri. Þá þurfum við að endurheimta sem mest af eignum sem ýmsir aðilar höfðu af bönkunum og má þar t.d. nefna lán upp á 280 milljarða sem breskur ríkisborgari fékk í Kaupþing banka nokkrum vikum fyrir fall bankans án viðhlýtandi trygginga eða veða. Einhvers staðar er þetta mikla fé.
Icesave skuldirnar eru einungis um 10% af heildarskuldum þjóðarinnar. Þessi óvissa hefur verið okkur dýr, meira að segja rándýr enda lánakjör nánast allra lána og endurfjármögnun eins óhagstæð eins og unnt er að vænta. Við verðum auðvitað að ná betri samningum við Breta og Hollendinga en þó þannig að við náum að hámarka eignir íslensku bankanna og endurheimta sem allra mest af hinu týnda fé. Þá þarf að gera gangskör að því að hafa upp í eignum þeirra aðila sem í dag eru í stöðu grunaðra manna eða kunna að vera það undir rannsókn bankahrunsins. Þessar eignir þarf að kyrrsetja og endurheimta jafnframt sem þessir þokkapiltar verði gerðir ábyrgir gerða sinna með sakamálarannsókn og látnir sæta viðhlýtandi refsingu.
Bresk yfirvöld skulda okkur enn skýringa á því hvers vegna þeir beittu íslensku þjóðina hermdarverkalögunum eins og hún leggur sig en takmörkuðu heimild sína fyrst og fremst við starfsemi Landsbankans á Bretlandi.
Mosi
Eignir Landsbanka enn frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.