Við höfum nóg af glæpamálum

Fram að þessu hefur ekki verið skortur á glæpahneygð á Íslandi að við þurfum að fá sérstakt glæpafélag til landsins til að bæta gráu ofan á svart. Víða um heim er reynsla lögregluyfrirvalda gagnvart þessum nefndu samtökum fremur slæm og í sumum löndum meira að segja mjög slæm þar sem tíðni afbrota hefur orðið meiri og þeir tengjast meðlimum þessara samtaka sem um er rætt í fréttinni.

Við búum í þokkalegu réttarríki þar sem lög og reglur eiga að vera hafðar í fyrirrúmi. Réttarríkið byggist á nútímalegri stjórnarskrá og sanngjörnum landslögum. Í 74. grein stjórnarskrárinnar er eftirfarandi ákvæði:

„Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.“

Með þessu ákvæði eru tryggð réttindi allra borgara að stofna til félgas. Þó eru sett þau einföldu skilyrði að félag megi ekki stofna í neinum glæpsamlegum tilgangi sem stefnir hagsmunum annarra í hættu. Það beri að uppræta þau með saksókn og dómi og það með þeim hætti að það verði ekki mögulegt nokkru sinni að koma þannig félagi á fót.

Við eigum að standa sem einn maður með lögregluyfirvöldunum í þessu máli. Með því stuðlum við að réttlátu þjóðfélagi en ekki þjófa og áþekks rumpulýðs.

Mosi


mbl.is Tengist inngöngu MC Iceland í samtök Vítisengla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt.

Menn sem halda því fram að ímynd Hells Angels sé stórlega ýkt og blásin upp úr öllu valdi ættu að hafa í huga að Hells Angels er ekki eins og hver annar mótorhjólaklúbbur, sbr. Sniglana. Inngönguskilyrðið er yfirgangur og það er staðreynd, en ekki getgátur.

"Það verður fyrst að sanna sekt þeirra til að geta vísað þeim úr landi.", segja sumir. Þetta er algjört kjaftæði. Þessi hópur gefur sig út fyrir að vera tengdur glæpum. Ógnin ein og sér er næg ástæða og það er 100% réttlætanlegt að vísa þeim úr landi.

Punktur!

Jón Flón (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 14:59

2 identicon

Ha ha ha. Þú ert fyndinn. Þetta fólk í Hells Angels er ábyggilega ekki verra heldur en glæpalýðurinn (hryðjuverkamenn) sem komu Íslandi á hausinn - og gengur ennþá laus og er að sölsa allt undir sig aftur með aðstoð glæpabanka

Babbitt (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 17:01

3 identicon

Alveg rétt hjá ykkur Guðjón og Jón! Það er gaman að þessari athugasemd þessa Babbitts. Það er fullt af fólki sem skilur ekki hversu mikil ógn þessi glæpalýður er. Annað hvort eru þetta auðtrúa vesalingar eða fólk á vegum glæpahópsins Hells Angels. Hernaðar áætlun þeirra er að dreifa athyglinni á hrunið og glæpamennina sem stýrðu hruninu. Babitt er einn af þeim. Það vantaði bara að Babitt segði að þetta væru "bara menn sem væru í mótórhjólaklúbb". Hells Angels eru stórhættulegir. Og eins og þú bendir á Guðjón þá verðum við að standa með lögreglunni gegn þessu óþjóðalýð. Það felst m.a. í því að svara bláeygðum, ljóhærðum samverkamönnum Hells Angels eins og Babbitt.

Helgi (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 17:48

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er aldrei neinum til framdráttar að benda á afbrot annarra. Slíkt er hrein og bein ósvífni gagnvart þeim sem vilja koma lögum yfir þrjótana.

Ætli það yrði ekki nokkuð einkennilegt ef gildir limir Hells Angels myndu þeysast um á mótorhjólum sínum um endilanga borgina og þess vegna allt Ísland, rukka inn fíkniefnaskuldir og síðan færðu þeir sig upp á skaftið og innheimtu aðrar vafasamar skuldir. Þá yrði stutt í aukna glæpatíðni á sviði ofbeldisbrota, nýir afbrotaflokkar bættust jafnvel við þá sem fyrir eru og margt færi úr skorðum í samfélaginu.

Nei takk: við þurfum ekki á þessum varhugaverðu samtökum að halda. Til þess eru vítin að varast þau. Stöndum með lögreglunni!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2010 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband