21.1.2010 | 15:00
Hálfkveðnar vísur?
Ef eg man rétt er Þorsteinn menntaður heimspekingur. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir heimspeking að gerast málpípa óheftrar stóriðjustefnu sem rekin var af ríkisvaldi stýrðu af Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni. Þessir herramenn tóku oft umdeildar ákvarðanir annað hvort báðir eða annar sem þjóðin var bundin af. Lýst var yfir stuðning við siðlaust stríð og innrás í Írak, þó vitað væri að unnt væri að ná settu markmiði á ódýrari og mildari hátt. Það ver tekin ákvörðun um einkavæðingu bankanna sem við erum að súpa seyðið af. Það var tekin ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og það var lýst yfir stríði við öryrkja og eldri borgara landsins með því að rýra kjör þessarra minnstu bræðra og systra.
Á heimasíðu Landsvirkjun segir í fréttinni að brýnt sé að efla og breyta ímynd Landsvirkjunar bæði gagnvart fjármögnunarfyrirtækjum, fjölmiðlum og almenning og sé þetta samkomulag liður í því.
Hvernig á að skilja þetta? Hefur heimspekingurinn Þorsteinn Hilmarsson hlaupið á sig í störfum sínum? Mosi leyfir sér að efast um það. Ætli heimspekingurinn Þorsteinn hafi ekki gert það sem honum var sagt að gera? Kannski hefur hann innst inni verið með sínar efasemdir um ágæti þeirrar umdeildu ákvörðunar á ráðast í þessa virkjun en þetta var jú atvinna hans að vera upplýsingafulltrúi, n.k. blaðafulltrúi Landsvirkjunar.
En augljóst er að með nýjum forstjóra er verið að endurskipuleggja fyrirtækið. Fyrir ákvörðun byggingu Kárahnjúkavirkjunar var Landsvirkjun nánast skuldlaust fyrirtæki í opinberri eigu. Nú er það mjög skuldsett og spurning hvernig tekst að greiða Impregíló ítalska fyrirtækinu sem víða um heim hefur haft mikil umsvif og þau ekki alltaf mjög vinsamleg.
Auðvitað ber að óska Þorsteini alls góðs. Kannski hann fari að mæla göturnar með okkur hinum sem hafa misst atvinnu okkar í þessu glórulitla einkavæðingarbrjálæði og bankahruni. Fróðlegt verður að lesa eða heyra Þorstein segja nánar frá upplifun sinni sem heimspekings í þessu dæmalausa stóriðjumáli Landsvirkjunar sem Kárahnjúkavirkjun er.
Mosi
Þorsteinn hættur hjá Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.