13.1.2010 | 13:43
Icesave er aðeins lítill hluti vandans
Allt fjaðrafokið kringum Icesave er undarlegra eftir því sem betur kemur í ljós. Fyrir hálfu ári eða svo var talið að Icesave skuldbindingarnar næmu um fjórðun af erlendum skuldum þjóðarinnar. Nú virðast þessar skuldbindingar vera nær að vera um 10% allra skulda.
Það er því með ólíkindum að stjórnarandstaðan hafi valið þá leið, að setja lánskjör 90% skulda þjóðarinnar í óvissu með það að markmiði að reyna að komast hjá að borga þessi 10% prósent!
Sá skipsstjóri sem veldi þá leið að fórna bæði skipi, áhöfn og öllum farmi án þess að bjarga nokkrum sköpuðum hlut yrði dæmdur í sjórétti gjörsamlega vanhæfur til skipsstjórnar. Það er réttmætt að fórna minni hagsmunum ef bjarga mætti hagsmunum sem taldir eru meiri og verðmætari. Að fá betri lánskjör fyrir 90% hlýtur að vera réttlætanlegt að taka á sig 10% sem Icesave þrasið getur í versta falli kostað okkur.
Þá er það spurning hvort með þessu endalausa þrasi hafi bresk yfirvöld orðið fráhverf að koma eigum Landsbankans og annarra íslenskra banka á Bretlandi í sem mest verð? Við þurfum á aðstoð þeirra til að endurheimta sem mest af þessum miklu fjármunum og einnig koma lögum yfir þá óreiðumenn sem áttu þátt í eða ollu bankahruninu.
Það væri því mikil skammsýni að hafna Icesave samningunum. Líklega verður unnt að takmarka skaðann verulega en ekki með þeim aðferðum þeirra stjórnmálaafla sem áttu þátt í að koma þeirri atburðarás af stað sem endaði með þessu hrikalega banakhruni.
Það ætti að vera öllum sem um þessi mál hugsa, að lesa vandlega grein Einars Jónssonar í Fréttablaðinu í dag: Norður og niður. Þar segir hann frá einkennilegri ákvörðun Charles de Gaulle í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari.
Mosi
Líklegt að AGS-lán frestist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi rök verða alltaf til þess að minna mig á skopmyndina í MBL þar sem ráðherra og fjármálaráðherra stóðu í björgunarbát og börðu frá sér drukknandi lýðinn og sögðu honum að þetta yrði allt í lagi, ef þeir bara byrjuðu að synda í land yrðu þeir komnir eftir einhverja áratugi. Ég sé þessa mynd alltaf fyrir mér þar sem bætt er um betur og settar byrgðar á drukknandi fólkið og sagt: "hættu þessu væli, þetta er bara 10%".
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.1.2010 kl. 13:54
Vandamálið er ekki skuldin sjálf sem eftir er, þegar þrotabú Landsbankans hefur verið gert upp, heldur vextirnir sem við munum þurfa greiða fyrir þessi 15 ár sem tekur að greiða niður alla 4 milljarða evra (715 milljarða króna) trygginguna.
Bara vextirnir af þessari tryggingu verða á bilinu 1.5-2.0 milljarðar evra (270 til 360 milljarðar króna) sem gerir heildarskuldbindinguna 2.0-3.0 milljarðar evra (360-540 milljarðar króna) og greiðast þarf á árunum 2016-2024. Vextirnir koma því miður ekki fram í þessum 10% sem þú ert að tala um.
Bjarni Kristjánsson, 13.1.2010 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.