7.1.2010 | 09:08
Athyglisverð viðbrögð
Eftir ákvörðun Ólafs forseta þá hefur sitthvað verið sagt og fullyrt. Þessi óviðunandi staða hefur komið fleirum en okkur til umhugsunar. Bresku blöðin með Financial Times í fararbroddi hafa bent á að taka þarf á þeim vanda og ágöllum sem olli upprunalegum viðbrögðum sem hafa einkum byggst af örvæntingu, fyrst sparifjáreigenda, síðan stjórnmálamönnum ýmsum og ekki síst almenningi.
Auðvitað þarf að stoppa í þessi galopnu göt alþjóðlegra viðskipta sem siðlitlir bankastjórar leyfðu sér að nefna snilld. Heimildir til að reka banka í öðru landi þarf auðvitað að vera þannig framkvæmdar að þær séu í fullkomnu samræmi við vandað regluverk og geti því ekki skaðað fjármálalífið. Bankaeftirlit þarf að vera fullkomlega virkt til að koma í veg fyrir annað eins tjón og orðið hefur.
Við verðum því að sætta okkur við að forsetinn okkar Ólafur Ragnar, hafi vakið aftur mikla athygli á þessu gríðarlega verkefni: að greiða úr þessari flækju fjárglæfra og að þessi mál verði tekin föstum tökum og færð í ásættanlegra horf.
Vera má að breski Íhaldsflokkurinn sé okkur eitthvað skárri en breski Verkamannaflokkur Gordon Brown sem hefur af öllum líkindum hlaupið á sig með að beita bresku hermdarverkalögunum. Þetta á allt eftir - vonandi - að koma betur í ljós.
Það er borðleggjandi að meira kapp hljóp í Gordon Brown vegna þessa Icesavemáls af því að hann hefur verið í gríðarlegri varnarbaráttu bæði vegna þess að stutt er í þingkosningar í Bretlandi og eins hefur komið fram mikil andstaða gegn honum innan Verkamannaflokksins. Var beiting hermdarverkalaganna viðbrögð hans við þessum vanda innan flokksins og að draga athyglina frá öðru? Annað eins hefur gerst í sögunni.
Kannski má þakka Gordon Brown fyrir að hafa ekki látið sér detta í hug og sent breska herinn til Íslands eins og Chamberlain á sínum tíma.
Nú er Steingrímur okkar fjármálaráðherra á förum til Bretlands til viðræðna. Ekki er hægt að efast um annað en að för hans leiði til einhvers árangurs enda Steingrímur mjög ákveðinn að leysa þetta mál eins farsællega og unnt er. En eins og Eva Joly sagði í viðtali í sjónvarpinu í gær, þá þarf að taka á þessum vanda sem olli bankahruninu og kítta upp í þessi göt vafa og trausti á heilbrigðu alþjóðlegu fjármálalífi. Við þurfum að fá liðsinni Frakka og Þjóðverja að gerast milligöngumenn og finna hagkvæma leið út úr þessum ógöngum.
Mosi
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.