Kom ekki á óvart

Yfirlýsing Ólafs Ragnars í gær var nokkuð brött og byggð á nokkurri þröngsýni. Í ljós hefur komið að boð hafi verið send honum kvöldið áður þar sem ýmsar mjög mikilvægar upplýsingar komu fram. Ólafur minnist ekkert á þær málsástæður sem þar var minnst á.

Það kemur því ekki sérstaklega á óvart að margir séu ósammála honum og telja hann ganga of langt. Flest þingmál hefði hann mátt neita að undirrita þó ekki þetta og ekki fjárlögin. Ekki heldur ákvæði sem fjalla um breytingar á skattalögum. Þessi mál verða eðli máls ekki með hliðsjónum af viðhorfum fræðimanna ekki undir venjulegum kringumstöðum lögð undir þjóðaratkvæði.

Nú er auðvitað spurning hvort Ólafur geti enn tekið ákvörðun sína frá því í gær til baka og undirritað lögin? Öllum getur orðið á og það sem Ólafi hefur eðlilega yfirsést, er að ákvörðun hans kann að reynast okkur dýrari en að undirrita þessi vandræða lög.

Mosi


mbl.is Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Forseti á ekki að draga neitt til baka. Hann á að rjúfa þing. Ísland þarf ekki fólk sem hamast við að reyna að taka á sig skuldir sem því kemur ekkert við.

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 18:40

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Forseti hefur enga heimild skv. okkar stjórnarskrá að rjúfa þing á eigin spýtur. Hann verður að gera það ef breytingar á stjórnarskrá hefur verið samþykkt á þingi eða eftir tilmælum frá ríkisstjórn og forsætisráðherra sem hefur annað hvort fengið á sig samþykkt vantraust í þinginu eða það sé í uppsiglingu og verulegar líkur á að það verði samþykkt. Þetta hefur verið umdeilanlegt meðal fræðimanna. Sumir telja forsætisráðherra hafa þennan rétt, aðrir ekki. Hvað sem því líður en hefur þingrof a.m.k. tvívegis verið praktísérað á Íslandi: árið 1931 og aftur 1974.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2010 kl. 18:46

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er eins og að bersk alþýða hafi meiri skilning á þessu enn íslendingar. Þeir vit þó að Ríkisstjórn í öllum löndum er ALDREI ábyrg fyrir áhættufjárfestingum og sukki fjárglæframanna. nema að þeir hafi skrifað undir það áður.Það þarf þá að koma því í lög að forseti geti gripið inn í þegar Ríkisstjórn er greinilega vanhæf.

Alla vega þarf að koma þessari stjórn í burtu, því hvaða annar flokkur og allir aðrir eru betra val enn þessir ótrúlegu sauðir sem eru við stýrið núna. 

þetta var það eina rétta hjá forseta, þó það væri ekki til annars enn að fá betri samningasöðu, því klára þarf þetta mál einhvernvigin. Enn ekki nota skuldaviðurkenningu sem billiga aðferð vinstriafla til að nauðga landinu inn í ASB því það væri dauðadómur fyrir svona smáríki...

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 19:22

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég held þessi niðurstaða sé bara stundarhræðslukast við viðbrögðum Breta og Hollendinga. Ágætt að fólk rói sig aðeins og átti sig á að þeir sjá fram á að missa peninga sem þeir töldu í buddunni. Þetta getur aldrei endað í verri samningi en þeim sem málið fjallar um. Við þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og standa saman að því að ná fram betri niðurstöðu í málið. Helst í samvinnu og spekt.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 6.1.2010 kl. 19:57

5 identicon

Adda  - jú: þetta gæti endað þannig að Bretar og Hollendingar vildu þá fara dómstólaleiðina og í versta falli gætið upphæðin orðið 3-4falt hærri. Þetta eru jú umræður um lágmarkstryggingarupphæð. Ekki viljum við eiga hættu á að borga endilega meira, eða hvað?

Svo hefði ég viljað sjá áskorun um samvinnu og spekt áður en til þessarar ákvörðunar Ólafs kom, því ekki fann ég mikið fyrir henni hjá andstæðingum samningsins.

Ég er hræddur í dag ... en vonandi reynist sá ótti ástæðulaus.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 20:27

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fyrir dómstólum er 100% öruggt að Ísland þarf ekki að borga neitt...

Óskar Arnórsson, 6.1.2010 kl. 20:52

7 identicon

Óskar ... þú ert á svo ótrúlegum villigötum: sukkið er frá tíma Sjalla og Frammara í ríkisstjórn ... DO spilar stórt hlutverk í þessu, og einnig nokkrir ráðherrar Samfylkingar 2007-2009 ... en að segja að ríkisstjórnin í dag séu einhverjir sauðir og að það ættu að vera lög sem leyfi forseta að grípa inn í ... þá ertu kominn á hættulega braut - eitthvað sem þú örugglega hefur ekki hugsað til enda - bara vegna þess að þú kýst ekki þessa flokka.

En burtséð frá flokkum og þeirra dráttum, þá er eitt víst og það er í samningum: við höfum skuldbundið okkur að greiða lágmarksfjárhæð trygginga - og það er staðreynd. Fyrir dómstólum getur þessi upphæð ekkert annað en hækkað - hún lækkar alla vega ekki. Komdu nú með skemmtilega útreikninga til að afsanna mál mitt!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 00:43

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég kýs enga flokka Doddi og ég er ekkert á villigötum. það eru algjör svik að nota Icesave sem aðgöngumiða inn í ESB. Um það sníst málið. Hvað eru margir á Íslandi sem hafa áhuga á að ganga inn í það bandalag og verða étnir upp á mettíma.

Ég bý í ESB landi og veit hvaða verkun það hefur á daglegt líf. Að nota Icesave sem ástæðu er löðurmannlegt af þessu pakki sem Steingrímur og Jóhanna eru....

Bretland og Holland leyfðu þessa Icesavereikninga, enn Frakkar leyfðu það ekki. Ísland gaf rekstrarheimild og skrifuðu aldrei undir neina tryggingu. Þetta voru áhættureikningar með miklu hærri vöxtum enn venjulegir bankar og þeir sem taka áhættunna verða að taka afleiðingum af því sem illa fer.

Ekki almenningur. Jafnvel almenningur í Bretlandi styður íslenskan almenning og skilur þetta. Það er lágmarkið að fólk sem heimtar að borga viti hvað það er að borga...

Það eru útrekningar um þetta sem færara fólk enn ég hafa sýnt frammá og ég nenni ekki að leita að þeim.

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 00:58

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Icesave hafði reyndar ekki tryggingu frá neinu landi. Holland, Bretaland og Ísland gætu skipt ábyrgðinni á milli sín miðað við stærð hverrar þjóðar. Það væri alla vega skref í rétta átt svo hægt sé að afgreiða þetta mál...

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 01:01

10 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Doddi það er nokkuð ljóst að við höfum lögin á okkar hlið í þessu máli. Ef svo ólíklega vildi til að B og H ynnu fyrir dómstólum yrði það aldrei verra en þessi samningur því þá er greiðslan í Íslenskum krónum sem við myndum betur ráða við. Það er gjaldeyristekjurnar sem duga ekki fyrir greiðslu þessara klafa, allur fiskurinn flytur ekki inn nægar gjaldeyristekjur til að ráða við afborganir vaxta. Þessi gjaldeyrir sem inn kemur fer líka að stórum hluta aftur út til að borga af lánum fyrirtækja sem standa í þessum útflutningi. Kíkja smávegis á Hagfræði 101 og Lög og Reglur ESB áður en farið er í panikkattack... en ég veit jú hvað þú munt segja: "Hagfræði 101 er það sem hefur komið okkur hingað!". Hvaða annað val höfum við? Tilfinningar fyrir hlutunum?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 7.1.2010 kl. 08:31

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Takk fyrir innlit og athugasemdir.

Mig langar til að benda Óskari á að okkur ber að forðast að setja okkur í dómarasæti og gefa okkur upp einhverjar „réttar“ forsendur fyrirfram. Ef það væri gert eins og hann virðist vilja, þá þarf líklega enga dómstóla meir - eða hvað? Dómarar dæma eftir framlögðum skjölum og skilríkjum sem og þeim málsástæðum og rökum sem málflytjendur leggja fram.

Þetta Icesave mál er vægast sagt mjög klaufalegt að það hafi komist á þetta erfiða stig. Það mun hafa verið ástæðan fyrir því að ríkisstjórn Gordons Brown beitti hermdarverkalögum á Íslendinga! Við höfum enga opinberlega skýringu fengið enn hvers vegna þessi umdeildi breski stjórnmálamaður beitti þessari heimild. Við höfum þess vegna verið í miklu varnarstríði við Breta út af þessu og getum því ekki fyrirfram reiknað með neinni miskunn af hendi þessa manns. Erum við ekki eins og mús undir fjalaketti?

En við höfum auðvitað rétt á að setja fram skoðanir, hversu góðar eða vondar, þær kunna að vera. Sá réttur verður aldrei tekinn af okkur í frjálsu landi.

Verðum við ekki að heiðra skálkinn svo hann skaði okkur ekki meir? Má ekki þakka fyrir að Gordon Brown sendi ekki breska herinn á okkur eins og Chamberlain ákvað á sínum tíma? Kannski það hafi verið ein skásta og ein skynsamlegasta ákvörðunin sem sá breski forsætisráðherra tók á sínum umdeilda ferli. Þess má geta að Churchill varð forsætisráðherra Breta 10. maí 1940, daginn sem Bretar hernámu Ísland.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.1.2010 kl. 09:28

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guðjón! Ég tengi þetta öðrum málum líka. Ég var á Ægir gamla þegar Bretar voru að hóta  með eldflauga byssum og sögðust ætla að skjóta. Ég skil að þeir voru ergilegir að það fóru nokkrir fiskibæir á hausinn út af aðgerðum Íslendinga þegar 200 mílurnar voru færðar út.

Bretar eru með mikilmennskubrjálæði sem skín í gegn sérstaklega frá valdhöfum þeirra. Almenningur í Englandi er allt annað fólk ef þú skilur hvað ég er að fara. Hrokinn og valdagræðgin í breskum valdhöfum  er með ólíkindum. Þessi lög um að Íslendingar væru terroristar segir enn betur hvernig þeir eru innréttaður.

Ég hef fulla ástæðu til að líta á þá sem "ekki í lagi" fólk. Þá á ég við valdstjórnina.

Mér finnst allt í lagi að bíða með allar greiðslur til Bretlands þartil uppgjör og skaðabætur hafa verið reiknaðar um árásina á Landsbankann. það má alveg gefa sér tíma til að reikna það tjón og hafa öll óuppgerð mál þega samið verður.... Ísland á að gera kröfur líka.

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 09:45

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skil þig vel Óskar en gerum okkur ekki að sjálfskipuðum dómurum.

Við verðum hins vegar að fá á hreint hvers vegna Gordon Brown beitti okkur friðsama og herlausa þjóð hermdarverkalögunum. Ef spænski rannsóknarrétturinn væri enn til og upp á sitt besta, tæki það hann ekki nema örskotsstundu að fá kallinn til að gefa okkur réttu skýringuna og játa á sig allar syndirnar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.1.2010 kl. 09:55

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, já. þó manni verði ´að koma með einhverja sleggjudóma í þessu máli, verður maður bara að treysta því að engin tekur mark á þannig dómum..

Það er alveg ótrúlegt að Natóþjóð beiti ofbeldi gagnvart annari Natóþjóð. Gordon Brown finnst það líklegast í lagi...hann er ekki líklegur til að játa neitt..

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband