17.8.2014 | 20:54
Dýr reynast vandræði Sjálfstæðisflokksins
Í stað þess að Hanna Birna segi af sér sem ráðherra vill hún fremur kljúfa skynsamlegan rekstur Stjórnarráðsins. Vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tókst það metnaðarfulla mál að draga saman ráðuneytin og gera að skynsamlegum rekstrareiningum. Við erum einungis þriðjungur úr milljón hvað allir athugi!
Vandræðagangur Hönnu Birnu gengur út á að halda völdum. Þessi valdaglaða manneskja vill halda í völdin fyrst hún er búin að hafa svo mikið fyrir því að öðlast þau. Hagsmunagæsla innan Sjálfstæðisflokksins virðist vera mjög afdráttarfull:
Ljóst er að Stefáni Eiríkssyni voru sett úrslitakostir á sínum tíma að siga lögreglunni á mótmælendur í Garðahrauni síðastliðið haust vegna hagsmunagæslu ættmenna Bjarna Benediktssonar varðandi lóðabrask í vestanverðum Garðabæ. Meðan tugir lögregluþjóna var stefnt þangað að handtaka nokkra friðsama borgara sem síðan hefur verið ákærðir var ekki unnt að senda einn einasta lögreglumann til að stoppa lögleysuna við innheimtu inngangseyris að Geysissvæðinu.
Allt þetta má skoða í víðu samhengi.
Eg skynjaði það á fundi á vegum Landverndar s.l. vor þar sem Stefán Eiríksson var fyrir svörum og eg spurði hann um hvort hann hefði ekki haft uppi minnstu efasemdir um lögmæti þessarar umdeildu ákvörðunar. Þarna var lögreglu beitt pólitískt gegn réttmætum mannréttindum hóps fólks sem leyfði sér að hafa aðrar skoðanir en forstöðumenn Sjálfstæðisflokksins.
Því miður hefur ekki aðeins siðareglum verið ýtt til hliðar heldur einnig lýðræði og mannréttindum. Áfram er keyrt gegn betri vitund um að völdin séu meira virði en skynssamlegar lausnir. með þessu er Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi að fara í slóð Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sem taldi sig vera allt heimilt til að tryggja völd sín á sínum tíma.
Er fólk tilbúið að ræða þessi mál á þessum grundvelli?
Sitjum við uppi með valdaglaða einstaklinga sem vilja ekki neina skynsemi, ekkert réttarríki og mannréttindi?
![]() |
Dómsmálin færð undir sérstakt ráðuneyti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.8.2014 | 12:35
Biðjum fyrir ríkisstjórninni!
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs vill reka ríkið eins og rússneskt hænsnabú. Allta á að stemma hvort sem miðað verði við 5 ára áætlun eða 10 ára áætlun. Fjárveitingar eiga að duga þrátt fyrir harkalegan niðurskurð! Skorið er niður í heilbrigðismálum, félagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, umhverfismálum og öðrum velferðarmálum. En Sigmundur Davíð vill auka fjárveitingar til hernaðarklúbbsins Nató!
Íslenska þjóðkirkjan hefur lengi beðið fyrir ríkisstjórninni og forseta landsins. Ekki veitir nú af því þessir aðilar hafa oft tekið einkennilegar og umdeildar ákvarðanir.
Og nú vill Sigmundur Davíð strika út bænir og annað í RÚV rétt eins og það komi að einhverju gagni í niðurskurðarplönum og áráttu hans.
Íslenska ríkisstjórnin undir forsæti Sigmundar Davíð minnir nokkuð á óheflaða götustráka sem vita ekkert hvað þeir vilja en það með fullum krafti! Þar eru teknar ákvarðinir með hroka og óbilgirni rétt eins og búið sé að innleiða einræði Sigmundar Davíðs & Co.
Mætti guð almáttugur koma vitinu fyrir þessa ríkisstjórn og innleiða hliðstætt lýðræði og mannréttindi eins og var komið hjá íslensku þjóðinni á árunum 2009-2013 .
Biðjum fyrir ríkisstjórninni!
![]() |
Þjóðin vill hafa Þjóðkirkjuna í friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 17. ágúst 2014
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar