Skussinn verður sendiherra!

Geir Haarde var lengi fjármálaráðherra á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Eitt af „afreksverkum“ hans sem fjármálaráðherra var einkavæðing ríkisbankanna Búnaðarbanka og Landsbanka sem eins og kunnugt er lentu í höndum ótýnds braskaralýðs sem þó virðist hafa greitt vænar summur til flokka þessarra.

Ekki seinna en í febrúarmánuði 2008 var ljóst að bankakerfinu á Íslandi var ekki bjargandi. Geir Haarde sem forsætisráðherra sýndi af sér gríðarleg afglöp með því að aðhafas ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut, þrátt fyrir að Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri mun hafa bent honum á grafalvarlega stöðu mála.

Allir landsmenn vita hvað gerðist um haustið. Ljóst var að unnt hefði verið að koma að einhverju leyti í veg fyrir að bankarnir og fyrirtækin væu étin að innan. Lánasjónarmi bankanna vor7 vægast mjög umdeild. Hvernig gat t.d. breskur braskari, Robert Tschngis nað í 46% af öllum útlánum stærsta bankans, Kaupþings?

Var hægt að koma í veg fyrir allt þetta brask og alla þessa áhættu?

Ákvörðunarvaldið var hjá Geir Haarde og Davíð Oddssyni sem hvorugur gerir nokkurn skapaðan hlut. Báðir telja best að þegja og gera ekkert!

Þjóðinni blæddi. Og þjóðin tók á sig skellinn!

Og nú er skussinn hafinn upp til æðstu metorða - á ný!!

Á kosnað hverra?

Framsóknarflokksins?

Sjálfstæðisflokksins?

Braskaranna?

Eigin verðleika? 

Nei - á kostnað okkar allra hinna sem greiða skattinn okkar skilyrðislaust til ríkissjóðs!

Skussinn er orðinn að sendihrra! 

Bravó fyrir skussum allra Íslendinga! 


mbl.is Geir Haarde sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2014

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband