Marklaust hjal - gamla stórmennskuþulan

Eitthvað er þetta kunnuglegt. Fyrir nokkrum árum var klifað bæði seint og snemma um að Háskóli Ísland yrði meðal 100 bestu háskola heims hvorki meira né minna!

Þetta átti að gerast án þess að aukið fé væri veitt til Háskóla Íslands!

Og nú á að færa vísindastarfsemi á íslandi á það stig að það verði meaðl þess allra besta í víðri veröld. Er þetta ekki eins og gömul þula þeirra sem með valdið fara?

Nasistar í Þýskalandi vildu gera Þjóðverja að æðstu þjóð veraldar. Stórkarlalegar áætlaninir þeirra enduðu með skelfingu eftir að 50 milljónum mannslífa var sóað til einskis auk allra þeirra þjáninga og eignatjóns sem styrjaldir valda.

Mætti þakka fyrir að Sigmundur Davíð hafi ekki yfir her að ráða. Vel mætti það vera að hann myndi siga herafla að þeim sem þora að tjá sig og ganrýna.

Sigmundur Davíð er mjög skýrt dæmi um popularista í stjórnmálum. Hver gleymir því að hann hugðist skattleggja braskara sem höndluðu með kröfur á hendur þrotabúum bankanna. Áætlun í kosningaráróðri hans hljóðaði upp á 300 milljarða leiðréttingu lána! Braskaranir eru allir búsettir erlendis og því hafa íslensk skattalög ekkert með lögsögu yfir þessum bröskurum! Þeir hafa selt sínar kröfur og innleyst með ríkulegum árangri eins og aðrir braskarar hér á landi.

Eftir stendur að ríkissjóður greiði niður skuldir um 60 milljarða þ.e. 20% af upphaflegum markmiðum Sigmundar Davíðs. Þetta mikla fé er skafið saman m.a. með því að skera niður framlög til heilbrigðismála og menntamála.  Og Sigmundur Davíð hyggst slá sig sjalfan til riddara með marklausu hjali manns sem virðist vera annað hvort ábyrgðarlaus eða með óráði.

Því miður vrðum við íslendingar að sitja uppi með ríkisstjórn sem sennilega þarf helst að leiðrétta af öðru.


mbl.is Verði á meðal fremstu landa heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2014

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband