Á að storka BNA og umheiminum?

Hvalveiðar hafa lengi þótt umdeildar. Helsta ástæðan er sú að dráp þeirra er mjög tímafrekt og veldur sláturdýrunum miklum og langvarandi sársauka. Í dag þykir vera af siðferðislegum ástæðum nauðsynlegt að stytta kvalir sláturdýra á dauðastund þeirra sem allra mest þannig að dauði dýrsins taki sem stystan tíma, helst að sé einungis örskotsstund. Dauðastríð hvala getur varið jafnvel klukkustundum saman þrátt fyrir sprengiskutul og áþekkra drápstækja.

Önnur ástæða er að margar tegundir hvala eru í mikillri útrýmingarhættu eins og sléttbaks sem var nánast gjöreyddur fyrir ströndum Íslands um aldamótin 1900.

Það var ekki mikil fyrirhyggja Einars Guðfinnssonar sem sjávarútvegsráðherra í janúar 2009 að veita á eigin spýtur leyfi fyrir hvalveiðum. Hann bar þessa ákvörðun sína ekki undir neina hagsmunaaðila nema eins manns sem hefur haft óslökkvandi áhuga fyrir áframhaldandi hvalveiðum, Kristjáns Loftssonar. Sá maður er mjög fastur fyrir á skoðunum sínum og telur sig hafa meira vit á þessum málum en flestir aðrir. Sjálfsagt er Kristján einn mesti fróðskaparmaður um hvalveiðar sem í dag þykja gamaldags og allt að því fyrirlitlegar. Sumir vilja jafnvel réttlæta hvalveiðar með þeirri röksemd, að þeir eti fiskinn frá okkur sem við með sjálfelsku okkar teljum okkur ein að njóta. Þetta eru eins og hver önnur falsrök enda eru sumar hvalategundir eins og langreyður sem lifa á átu og smádýrum í sjónum en hvorki djúpsjávar fiskum eða uppsjárfiskum.

Hvalveiðar hafa enga þýðingu lengur fyrir efnahag okkar eins og áður var. Þegar ákveðið var að leggja hvalveiðar af fyrir um aldafjórðung voru landstekjur af hvalveiðum innan við 1% af landsframleiðslu Íslendinga.

Hvalaskoðun hefur verið mjög vaxandi atvinnugrein hér á landi og er einn stærsti vaxtabroddurinn í ferðaþjónustu hér á landi. Gömlu hvalveiðiskipin gætu orðið vinsæl í því skyni væri þeim breytt. Þau eru knúin af gömlum gufuvélum sem eru í dag mjög sjaldgæfar og þykja vera gersemi í ferðaþjónustu. Fyrir nokkrum árum sigldi eg með ferðafélögum mínum í Skógræktarfélagi Íslands á einu slíku um stöðuvatn eitt í Skotlandi. Gufuvél skipsins var sérstakt aðdráttarafl og vakti gíðarlega athygli. Á það hefur verið bent að gömlu hvalveiðiskipin hafi viðskiptatækifæri, ekki til áframhaldandi umdeildra hvalveiða , heldur sem hvalaskoðunarskip.

Mjög líklegt er að slík útgerð geti fært eiganda sínum meiri arð en þrjóskufulur vilji að halda áfram hvalveiðum sem enginn vill.

Sjálfsagt er að hafa sem besta samvinnu við allar þjóðir heims en ekki að storka þeim og valda reiði og tortryggni. Við eigum að vera friðsöm menningarþjóð sem stendur með réttarríkjum heims.

 


mbl.is Obama vill aðgerðir vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2014

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband