Sérkennileg staða máls

Íslenska ríkið bað sýslumanninn á Selfossi að lagt yrði lögbann við gjaldtöku fyrir að skoða Geysissvæðið. Eins og kunnugt er ríkið eigandi hveranna en svæðið umhverfis í sameign ýmissa aðila þ. á m. ríkisins!

Sýslumaðurinn hafnar lögbannsbeiðninni sem nú hefur verið skotið til dómstóla. Mjög líklegt er að engu að síður verði sýslumanninum gert að senda lögregluþjóna til að framfylgja sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar. Neiti sýslumaður er ekki ósennilegt að ríkislögreglustjóri verði að grípa fram fyrir hendurnar á honum að kröfu innanríkisráðherra.

Að taka aðgangseyri fyrir aðgang að svæði sem tilheyrir ekki sama aðila verður að teljast mjög sérkennilegt að ekki sé meira sagt. Ef þessi gjaldtaka verður viðurkennd fyrir dómstólum verður það vont fordæmi. Þá getur hver sem er tekið gjald fyrir hvað sem er, t.d. að skoða Alþingishúsið eða aðrar byggingar í eigu þess opinbera.

Þegar gróðafíknin fer gegn skynseminni er ekki gott til eftirbreytni.


mbl.is Greiða fyrir að sjá Geysi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2014

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 244211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband