Að rukka fyrir aðgang sem er í eigu annars aðila

Þessi uppákoma við Geysi er alveg einstök. Hvernig má það vera að einhverjir gróðamenn eigi að komast upp með að taka upp greiðsluskyldu fyrir aðgengni að svæði sem er í eigu annars aðila, þ.e. ríkisins.

Ef einkaframtakinu verður heimilt að gera þetta væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir taki sig til, setji upp rukkunaraðstöðu og taki gjald fyrir að skoða Gullfoss, Þingvelli, Seljalandsfoss, Skógarfoss, Giðafoss, Dettifoss og aðra þekkta ferðamannastaði. Og ef menn nenna ekki að leggja á sig að fara út á land, þá gætu menn tekið upp á að rukka erlenda ferðamenn sem og innlenda sem leið eiga um Austurvöll eða Skólavörðuholt í Reykjavík. Mjög algengt er að erlendir ferðamenn eyði töluverðum tíma at taka myndir af Dómkirkjunni sem og Hallgrímskirkju sem þykir að mörgu leyti einstök í heiminum.

Og menn gætu með dálítillri þolinmæði orðið loðnir um lófana, og það alveg skattlaust enda er fremur ólíklegt að nokkur vilji fá kvittun fyrir einhverjum hundraðköllum.

Einkaframtakið getur verið ágætt en þegar verið er að koma ár sinni betur fyrir borð á kostnað annarra þá er þetta ekki það sem koma skal.

Nú er það nýjasta í máli einkaframtaksins við Geysi að borið er fyrir sig formgalli við afsal frá 19. öld! Þessi meinti formgalli hefur aldrei áður komið til umræðu og ætli það sé ekki nokkuð seint tekið á þessu máli?

 

 


mbl.is Ríkið mun bregðast við gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2014

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband