Gjörsamlega vanhæf ríkisstjórn

Þessi ríkisstjórn virðist ekkert skilja hvorki í skynsemi og sanngirni. Þeim er ekkert heilagt. Þessi ríkisstjórn er samansafn af vandræðagemlingum sem virðast aðeins kunna að brosa, gefa loðin loforð og svíkja, snúa útúr og gera lítið úr skoðunum annarra. Náttúruvernd virðist vera í augum þessara kalla vernd virkjunarmöguleika gegn náttúru landsins.

Nú ætlar þessi ríkisstjórn að slátra 3 fossum á einu bretti: Kjálkaversfossi, Gljúfurleitarfossi og Dynk sem er einn sérstæðasti foss landsins. Einhver mjög óraunhæf rómantík knýr þessa ríkisstjórn og forseta landsins áfram að hér megi virkja nánast endalaust og útvega allri Evrópu rafmagn. Í raun verður aðeins Færeyingum og í mesta lagi Skotum útvegað nægt rafmagn og þá verður búið að virkja og eyðileggja alla fossa landsins. Ekkert virðist vera heilagst þessu virkjanaliði.

Ríkisstjórnin er með allt meira og minna niður um sig, hefur tekið ákvarðanir sem þjóðinni ber einni að taka. Sennilega hefur engin ríkisstjórn hérlendis hvikað jafn frá lýðræði og þessi. Það er margt sem hefur verið hort í átt til fasisma og einræðis. 


mbl.is Kunna að leita til dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2014

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband