Er ţörf á nýrri leiđréttingarnefnd?

Ráđamenn segja eitt í dag og allt annađ á morgun. Ţeir svara öđru í dag en í gćr. Og fyrir kosningarnar í vor voru lögđ fram hástemmd loforđ sem ţví miđur allt of margir glöptust á enda voru ţau lođin og óraunhćf.

SDG skipađi margar nefndir eftir sínu höfđi m.a. til ađ endurskođa og útfćra kosningaloforđ sín. Nú er e.t.v. ţörf á ađ skipa nýja nenfd til ađ leiđrétta kosningaloforđin og ýmsar ţćr yfirlýsingar ráđamanna einkum SDG sem hafa bćđi ţótt lođin og óljós. Halda mćtti ađ forsćtisráđherra vćri ţvoglumćltur ţannig ađ allt ţađ sem hann sagt og lofađ megi toga og túlka eftir ţví sem hann sjálfur telur vera mögulegt.

Ţessi ríkisstjórn er einhver sú lélegasta á öllum lýđveldistímanum. Hún hefur skiliđ samfélagiđ í nćstum jafnmikillri óvissu og ríkisstjórn Geirs Haarde hérna um áriđ. Ţessa ríkisstjórn mćtti nefna „Leiđréttingarstjórnina“ enda hefur hún skiliđ eftir sig óvissu, gríđarlegan niđurskurđ á opinberri ţjónustu og tómu káki og óvissu á sumum sviđum eins og varđandi umhverfismál. Niđurskurđurinn sem la´tinn er bitna á Umhverfisstofnun hefur leitt til ađ fjárveitingar vegna landvörslu eru gróflega fćrđar niđur.

Međ lögum skal land byggja en ólögum og handónýtum kosningaloforđum landi eyđa!

 


mbl.is Ekki um ađ rćđa skuld ríkisins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hvers allar ţessar utanfarir?

Ţađ verđur ađ teljast til forréttinda ćđstu stjórnenda íslenska örríkisins ađ fara til útlanda á kostnađ ríkisins. Sennilega hafa utanfarir íslenskra ráđamanna frá ţví í vor orđiđ fleiri en allar utanfarir ráđherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur. Ţegar ráđherra fer á Olympísku leikana má líta á ţađ sem hćttumerki. Ţannig var ţađ undir lok ágúst 2008 ţegar Ţorgerđur Katrín ţáverandi menntamálaráđherra var ađ flćkjast ţar. Gott ef fleiri ráđamenn voru ekki ţar líka. Rúmum mánuđi seinna riđađi sćluríki ríkistjórnar Geirs Haarde til falls og fall ţess varđ mikiđ eins og frćgt er.

 


mbl.is Gagnrýndu Rússlandsför ráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 23. janúar 2014

Um bloggiđ

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband