Mútufé berst víða

Margsinnis hefur komið í ljós hvernig háar fjárhæðir eru notaðar til að liðka fyrir viðskiptum og ákvörðunum stjórnvalda. Mútur hafa alltaf verið til en ætíð spurning hvert þær berast.

Miðað við gríðarlegan áhuga sumra stjórnmálamanna á Íslandi fyrir allskonar stórkarlalegum framkvæmdum eru mútur ekki ósennilegar hér. Hér þráast þessir stjórnmálamenn við að vilja reisa enn fleiri álbræðslur hvað sem tautar og raular þrátt fyrir að slík ákvörðun sé mjög óskynsamleg. Álverð hefur fallið mikið á undanförnum árum einfaldlega vegna aukins framboðs á áli en á stærsta markaði áls, sem sagt BNA er endurvinnsla á áli sívaxandi þáttur í efnahagslífi.

Kárahnjúkavirkjun var boxuð í gegn á sama tíma. Þar kom við sögu viðræður þáverandi forsætisráðherra Íslands og Ítalíu, en eins og kunnugt er heimsótti Davíð Oddsson Silvio Berlusconi haustið 2002. Nokkrum vikum eftir heimkomu Davíðs barst tilboð frá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo í byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þetta fyrirtæki hefur oft komið við sögu þar sem mútur og ýms undarlegheit eru viðhöfð. Um Berlusconi þarf fátt að ræða, hann var ætíð mjög umdeildur. Um Davíð er það að segja að hann var á þessum tíma næst því að vera nánast einráður með Halldóri Ásgrímssyni formanni Framsóknarflokksins um nánast allar ákvarðanir stærri sem smærri sem teknar voru á Íslandi um áratuga skeið. Og þær voru aldrei bornar undir þjóðina í lýðræðislegum kosningum utan þingkosninga.

Ýmislegt bendir til að mútufé hafi margsinnis borist hingað en auðvitað verður erfitt að sanna það að svo stöddu meðan engar sannanir liggja fyrir um slíkt.

Þess má geta að ekki eru liðin nema um 10 ár frá því íslenskum stjórnmálaflokkum var gert skylt að gera opinbera grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem þeir hafa undir höndum. Lengi vel taldi bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að þessi mál væru í himnalagi enda töldu forvígismenn þessara gömlu stjórnmálaflokka enga spillingu vera hér á landi! 

Sagt er að þeir 30 silfurpeningar sem Rómverjar greiddu Júdasi Ískaríoti sem mútur til að svíkja Krist á sínum tíma hafi stöðugt verið í umferð. Hvort ávöxtur þess fjár hafi borist hingað skal ósagt látið.

Sagan á eftir að leiða sitthvað í ljós. Gerðir og ákvarðanir ráðamanna verða ætíð undir smásjá þjóðfélagsrýna, blaðamanna, fréttaháka sem og annarra. Lögregluyfirvöld fylgjast einnig gjörla með t.d. ef ástæða er til rannsóknar vegna misjafns velfengins fjár sem hingað kann að berast í þeim tilgangi að gera blóðpeninga að venjulegu fé sem ekki er ástæða að tortryggja uppruna til.

 


mbl.is Alcoa greiðir 45 milljarða í sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2014

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband