10.1.2014 | 10:02
Mútufé berst víða
Margsinnis hefur komið í ljós hvernig háar fjárhæðir eru notaðar til að liðka fyrir viðskiptum og ákvörðunum stjórnvalda. Mútur hafa alltaf verið til en ætíð spurning hvert þær berast.
Miðað við gríðarlegan áhuga sumra stjórnmálamanna á Íslandi fyrir allskonar stórkarlalegum framkvæmdum eru mútur ekki ósennilegar hér. Hér þráast þessir stjórnmálamenn við að vilja reisa enn fleiri álbræðslur hvað sem tautar og raular þrátt fyrir að slík ákvörðun sé mjög óskynsamleg. Álverð hefur fallið mikið á undanförnum árum einfaldlega vegna aukins framboðs á áli en á stærsta markaði áls, sem sagt BNA er endurvinnsla á áli sívaxandi þáttur í efnahagslífi.
Kárahnjúkavirkjun var boxuð í gegn á sama tíma. Þar kom við sögu viðræður þáverandi forsætisráðherra Íslands og Ítalíu, en eins og kunnugt er heimsótti Davíð Oddsson Silvio Berlusconi haustið 2002. Nokkrum vikum eftir heimkomu Davíðs barst tilboð frá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo í byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þetta fyrirtæki hefur oft komið við sögu þar sem mútur og ýms undarlegheit eru viðhöfð. Um Berlusconi þarf fátt að ræða, hann var ætíð mjög umdeildur. Um Davíð er það að segja að hann var á þessum tíma næst því að vera nánast einráður með Halldóri Ásgrímssyni formanni Framsóknarflokksins um nánast allar ákvarðanir stærri sem smærri sem teknar voru á Íslandi um áratuga skeið. Og þær voru aldrei bornar undir þjóðina í lýðræðislegum kosningum utan þingkosninga.
Ýmislegt bendir til að mútufé hafi margsinnis borist hingað en auðvitað verður erfitt að sanna það að svo stöddu meðan engar sannanir liggja fyrir um slíkt.
Þess má geta að ekki eru liðin nema um 10 ár frá því íslenskum stjórnmálaflokkum var gert skylt að gera opinbera grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem þeir hafa undir höndum. Lengi vel taldi bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að þessi mál væru í himnalagi enda töldu forvígismenn þessara gömlu stjórnmálaflokka enga spillingu vera hér á landi!
Sagt er að þeir 30 silfurpeningar sem Rómverjar greiddu Júdasi Ískaríoti sem mútur til að svíkja Krist á sínum tíma hafi stöðugt verið í umferð. Hvort ávöxtur þess fjár hafi borist hingað skal ósagt látið.
Sagan á eftir að leiða sitthvað í ljós. Gerðir og ákvarðanir ráðamanna verða ætíð undir smásjá þjóðfélagsrýna, blaðamanna, fréttaháka sem og annarra. Lögregluyfirvöld fylgjast einnig gjörla með t.d. ef ástæða er til rannsóknar vegna misjafns velfengins fjár sem hingað kann að berast í þeim tilgangi að gera blóðpeninga að venjulegu fé sem ekki er ástæða að tortryggja uppruna til.
![]() |
Alcoa greiðir 45 milljarða í sekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. janúar 2014
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar