11.9.2013 | 12:20
Heimilið er friðheilagt
Þegar mótmælin gegn ríkisstjórn Geirs Haarde og setu Davíðs Oddssonar stóðu sem hæst, datt engum heilvita manni að ráðast persónulega að ráðamanni, hvorki persónu viðkomandi eða heimili. Þar var friðhelgiheimilis virt. Og svo á það að vera enda lengi verið gildandi réttur sem bundinn er í stjórnarskrá síðan 1874.
Birgitta hefur ætíð verið mikill baráttumaður mannréttinda. Sumum hefur þótt hún ganga of langt og eru ekki ánægðir. Þeir sem ekki eru sáttir eiga að ræða á málefnalegan hátt um hvað þeim standi ekki á sama. Og umfram allt á að virða friðhelgi heimilisins.
Eg hefi leyft mér að dást að baráttuhug þeim sem Birgitta hefur sýnt og vonandi eru mér sem flestir sammála. Orðið er frjálst og svo skal það lengi vera. Við þurfum ekki einhverja sjálfskipaða sérfræðinga hvað við viljum.
Góðar stundir!
![]() |
Alvarlegar ásakanir Steinunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2013 | 09:48
Hvers vegna má Jón Baldvin ekki flytja fyrirlestra í Háskóla Íslands?
Jón Baldvin á sér marga stuðningsmenn og fleiri sem átta sig á þeirri lögleysu að koma í veg fyrir að hann flytji fyrirlestra.
Orðið er og verður frjálst. Hver tilhneyging til að koma í veg fyrir eðlilega umræðu í samfélaginu er ekki í þágu lýðræðis.
Það er gjörsamlega óþolandi að lagðir séu steinar í götu frjálsrar umræðu á Íslandi. Eftir bankahrunið hefur því miður orðið sífellt meira áberandi að vissir hagsmunaaðilar í samfélaginu vilja útiloka frjáls umræðu og beina henni inn á brautir einræðis og þröngsýni.
Dæmi um það er t.d. ótrúleg framganga sumra aðila í samfélaginu gegn skynsamlegri læausn Icesavemálsins á sínum tíma. Nú hefur Morgunblaðið staðfest 6. þ.m. að þessi fjandskapur út í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á sínum tíma vegna Icesave var algjörlega út í hött. Nær 600 milljarðar hafa skilað sér úr þrotabúi Landsbankans, langt umfram sem svörtustu útreikningar kváðu á um. Tilgangurinn var auðvitað sá að grafa sem hraðast undan trausti þeirrar ríkisstjórnar.
Nú er komin ný og allt önnur ríkisstjórn sem með einhliða ákvörðun vill útiloka alla umræðu um Evrópusambandið án þess að spyrja þing eða þjóð. Hver er lýðræðishugmynd þessara manna?
Orðið er og skal ætíð vera frjálst.
![]() |
Jón Baldvin skoðar málshöfðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2013 | 09:28
Forgangsverkefni?
Sjálfsagt þykir mörgum að byggja brýr sem víðast. En er þetta jafneinfalt? Brú yfir Norðlingafljót kallar á nýjan veg um Arnarvatnsheiði rétt eins og þegar Seyðisá handan Langjökuls, norðarlega á Kjalveg kallaði á bætta vegi um Kjöl. Sá vegur er ekki enn kominn þó liðin séu um 20 ár frá brúargerðinni og mörg góðæri og slæm ár að baki.
Spurning hvort ekki mætti byggja brú sem nýtist göngufólki en fram að þessu hefur eitt aðalsportið verið fólgið í að vaða ána, stundum í misjöfnum veðrum.
En sjálfsagt mættu brúaráhugamenn leggja fram nánari rökstuðning fyrir þessari hugmynd og hver sé tilgangurinn. Ef brú verður byggð þarna má alveg reikna með meiri umferð þarna og jafnvel auknum utanvegaakstri sem nægur er fyrir.
![]() |
Vilja brú yfir Norðlingafljót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 11. september 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar