Ekkert þarfara?

Af ýmsu verða sumir frægir. Að faðma bíl getur svosem verið saklaust en í mínu ungdæmi hefði strax verið spurt hvort þetta fólk gæti ekki fundið sér eitthvað þarfara og gagnlegra að fást við.
mbl.is Faðma Fiat í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrustu dilkarnir

Ein heimskasta ákvörðun er að beita Almenninga. Þarna geta kindurnar ráfað eftirlitslausar um alla afrétti, engar hindranir eru að þær sæki í Þórsmörk og jafnvel Goðaland. Þessir gömlu afréttir eru þeir varhugaveðustu, erfiðustu til smölunar og mannfrekustu. Þannig var það talið dagsverk 18 manna að smala Almenninga forðum og bæta má þó nokkrum dögum við vegna Þórsmerkur og Goðalands séu heimtur slæmar.

Mjög sennilegt er að hvergi á landinu séu meiri afföll af fé og þarna innfrá enda hættur víða í snarbröttum móbergshálsum og hlíðum.

Hver á að borga smölun?

Mjög líklegt er að sauðfjárbændur þessir reyni að koma kostnaði yfir á sveitarfélagið fremur en að kosta sjálfir smölunina.

Talið er að dagsverkið sé líklega nálægt 15 þúsund krónum ef ekki meir. Það kostar því hátt í 400.000 að smala hvern dag. Þetta verða dýrustu dilkar í sögu Íslands.

Þá er eftir að meta þær gróðurskemmdir sem stafa af beitinni og við smölun.

Ekki ætla eg að kaupa lambakjöt frá bændum þessum enda eru þeir ekki meðvitaðir um hvað sé búskapur með umhverfismál í huga. Þetta er heimska og heimskuna virðist ekki vera unnt að lækna. Þessir bændur eru fastir í gamallri rómantík sem ekki er tengd neinum raunveruleika.

Umhugsunarvert er að sýslumaðurinn í Vík, Anna Birna Þráinsdóttir, virðist vera talsmaður þessarra umdeildu sauðfjáraðila sem beita vilja Almenninga. Er það hlutverk sýslumanns að grafa undan réttarríkinu? Almenningar eru ekki fýsilegt beitarland sökum viðkvæms gróðurs og mikils kostnaðar. Sauðfjárbændum ber að taka tillit til annarra hagsmunaaðilja í landinu og sýslumanninum í Vík einnig.

 


mbl.is Bændur nýta beitarrétt við Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244214

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband