Áróðursbragð Bjarna

Athygli vekur að Bjarni kveður uppsafnaðan halla Ríkissjóðs vera um 400 milljarðar frá árinu 2009. Í raun og veru var hallinn sem varð 2008 margfalt meiri og ríkisstjórn Jóhönnu kom þessari fjárhæð verulega niður. En auðvitað var það ekki ríkisstjórnin heldur var það uppsafnaður mismunur á innflutningi og útflutningi sem flesta mánuði var jákvæður (þ.e. útflutt verðmæti voru meiri en innflutt). Þetta stafaði m.a. af því að traust á Íslendingum var nánast ekkert þegar líða tók á árið 2008. Því var ekki unnt að efna til lánsviðskipta. Allt þurfti að staðgreiða eða með óhagkvæmum kjörum.

Ríkisstjórn Jóhönnu vildi sem fyrst koma okkur út úr ógöngunum m.a. að semja við Breta og Hollendinga um Icesave. En forseti landsins tók sér meira vald en þekkst hefur og greip fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni, Sigmundi Davíð og hans liði til þóknunar.

Björgvin Guðmundsson hefur reiknað út að ef gengið hefði verið frá Icesave skuldunum hefði hagur okkar Íslendinga verið a.m.k. 60-100 milljarða hagstæðari en nú. Þá hefði lánstraustið strax orðið okkur í hag með hærra lánsfjármati. Hagvöxturinn hefði aukist hraðar og allt samfélagið fyrr tekið við sér. Á þetta má ekki minnast fremur en bannfærð sjónarmið. Tilfinningavellan á að stjórna för en ekki skynsemin og raunsæið eins og það blasir við í veröldinni.

Við skulum athuga hve ártalið 2009 hefur mikið áróðursgildi fyrir viðhorf Bjarna. Það er eins og enginn aðdragandi ársins 2009 hafi verið til. Hruninu og braskinu á að sópa undir teppið, draga línuna við 2009, uppsafnaður hallinn er ríkisstjórn Jóhönnu að kenna.

Þá er mjög sérkennilegt að núverandi ríkisstjórn ætlar að stífa niður tekjustofna Ríkissjóðs, m.a. með lækkun á veiðigjaldi. Það á kannski að kenna ríkisstjórn Jóhönnu um að hafa ekki reynt að auka tekjurnar.


mbl.is 400 milljarða uppsafnaður ríkissjóðshalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband