Hagkvæmari farþegaflutningar?

Þessi viðskiptahugmynd er allra athygli verð. Þó verður að reikna með að skip sem er einungis 177 tonn sé háðara veðri en þau geta orðið mjög slæm, straumar og sjólag erfitt við Vestmannaeyjar. En ljóst er að þarna er verið að finna nýja leið til að nýta höfnina á Landeyjarsandi betur. Yfir sumartímann verður þetta minna skip mun snarara í snúningum en stærra skipið.

Gamli Herjólfur hefur þótt gott og öruggt sjóskip sem hefur skilað drjúgu dagsverki. En brátt líður að því að skipið þurfi annað hvort að fara í dýra „klössun“ og endurbætur til að það hafi áfram haffærisskírteini eða það verði selt úr landi.

 


mbl.is Hefur siglingar á milli lands og Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja útgerðarmenn meira?

Ríkisstjórnin er illa undir breytingar á málefnum búin sem hún hefur takmarkaðan skilning á. Ekki byrjar þetta vel:

Konur eru ósáttar vegna þess að jafnréttislög eru brotin.

Náttúruverndarfólk þykir skelfilegt að þessi ríkisstjórn vill ekki hafa sérstakt Umhverfisráðuneyti en vill koma því fyrir í skúffu Landbúnaðarráðuneytis.

Evrópusinnar eru forviða að ríkisstjórnin vill slíta viðræðum en vill efla tengsl við Natóið eins og það geti rétt hlut heimilanna.

Ríkisstjórnin vill afnema greiðslu á tannlæknakostnaði barna og unglinga en hygla útgerðinni. En nú eru það útgerðarmenn sem eru óánægðir með útfærslu ríkisstjórnarinnar.

Hvar endar þetta ráðaleysi sem hófst í bráðræði?

Þessi ríkisstjórn er illa í stakk búin að axla þá byrðar sem fylgir því að stjórna landi og lýð. 


mbl.is Útgerðarmenn vonsviknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júní 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband