12.6.2013 | 22:42
Furðuleg meðferð á dýrum
Að bera læðu með kettlingum út og skilja eftir á víðavangi í pappakassa, ber merki um einkennilega harðneskju gagnvart dýrum. Húsdýr eins og kettir eru með tilfinningar og þarfir eins og við mannfólkið.
Sá sem getur ekki séð um kött á að hafa samband við fólk sem þekkt er fyrir að þykja vænt um dýr. Í Reykjavík er Kattholt sem hefur sýnt köttum einstaka ræktarsemi og þar er lögð áhersla á að finna veglausum köttum góð heimili.
Ill meðferð dýra er refsiverð og það ættu allir að hafa hugfast.
![]() |
Kettlingar heim með kvöldflugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2013 | 20:43
Hafa broskarlarnir gleymt gervigóðærinu?
Árin fyrir bankahrunið mikla í boði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var sagt vera nánast endalaust góðæri. Mikil og dýr glansmynd var dregin upp. Eftirminnileg er myndin af glaðbeittum Geir Haarde sem brosti sínu breiðasta framan í þjóðina og reynt var á sama hátt að draga upp bros á hið nánast steinrunna andlit Halldórs Ásgrímssonar sem einhverra hluta vegna tókst aldrei að losna við pókerandlitið.
Nú tala þeir fjalglega sem aldrei hafa gegnt ráðherraembætti áður og tala um velferð og að hún hafi verið byggð á sandi. Af hverju líta þessir broskarlar sér ekki nær og skoða betur hverju var lofað fyrir síðustu kosningar? Bjarni ætti að gera sér ljóst, að með því að taka þátt í kosningabrellu Sigmundar er hann að axla byrðar sem líkja mætti við myllustein um hálsinn. Hann tekur að sér erfiðasta og jafnframt það ráðuneyti sem mest er gagnrýnt. Þannig tekur hann að sér að verða skotspónn andstæðinga ríkisstjórnar sem safnar óvinsældum með hverri vikunni sem líður.
Blekkingar og svik eru þeir eiginleikar sem stjórnmálamenn ættu að forðast. En þessir tveir forystusauðir ríkisstjórnar telja sig vera það mikla karla að geta vaðið yfir ófæruna þó straumhörð og botnlaus sé.
Látum þá sýna trú sína á loforðunum með verkunum. Verður þeim kápan úr því klæðinu sem þeir telja sig geta ofið frammi fyrir alþjóð fremur en kónginum í ævintýrinu sem taldi sig vera í dýrustu klæðum þó allsnakinn væri.
![]() |
Velferð á lánum reist á sandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2013 | 20:18
Rándýr hernaðarsýning
Mikið finnst mér miður að heyra af hávaðaleik Ítalska lofthersins yfir Akureyri. Þetta er sú smán sem friðsömum Íslendingum er sýnd með mikillri lítilsvirðingu.
Alltaf fyllist eg viðbjóði á sýndarmennsku sem þessum hergagnaleikjum. Að Ísland taki þátt í þessari sýndarmennsku og borgi dýrum dómum hef eg aldrei verið sáttur við.
Þetta er arfur frá Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni frá því þeir reyndu báðir að halda dauðahaldi í bandarísku herstöðina fyrir 10 árum.
Því miður tókst Vinstri stjórninni ekki að losa landsmenn frá þessum þungbæru kvöðum. En mikið var rætt um þessi mál.
Nú er ríkisstjórn Broskallanna okkar að tala um að strika út ýms ríkisútgjöld. Rætt hefur um að eitt af fyrstu verkefnunum verði að afnema þátttöku Ríkissjóðs að greiða fyrir tannlækninga barna og unglinga.
Hvort skyldi vera forgangsverkefni þessarar ríkisstjórnar: tannheilsa barna og unglinga eða rjúfa tengslin við hernaðarböl Evrópu. Nú vilja þeir Broskarlarnir fleygja öllum viðræðum við Evrópusambandið niður á sextugt dýpi. Hvers vegna ekki að byrja á hernaðarsýndarmennskunni?
![]() |
Orrustuþotur yfir Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 12. júní 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar