Broskallarnir

Þessi tilvonandi ríkisstjórn mætti gjarnan vera kennd við broskallana. Þeir félagarnir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafa verið brosandi út að eyrum í hvert sinn sem þeir sjá myndavél á lofti. Nú hafa þeir verið í þrjár vikur að finna leið til að draga þessa gömlu samstarfsflokka saman. Svo virðist að töluverðir hnökrar séu á enda kosningaloforð Sigmundar mjög óraunhæf. Sennilega reynir Bjarni að tryggja hag Sjálfstæðisflokksins og koma í veg fyrir að sér og SJálfstæðisflokknum verði ekki kennt um ef ekki tekst að efna loforðavaðal Sigmundar.

Því miður er reynslan sú, að allt of fáir gera sér ljóst að þegar verið er að hella sér út í skuldir, er verið að ráðstafa tekjunum fyrirfram. Framsóknarflokkurinn hefur að verulegu leyti byggt kosningamaskínu sína á einhverju gervigóðæri með lánum. Fyrir áratug beitti Framsóknaflokkurinn sér fyrir 110% lánum. Nú á að afskrifa eða færa niður höfuðstól lánanna. Það verður á kostnað þeirra sem lítið eða ekkert skulda. Eignir sparifjáreigenda og lífeyrissjóða rýrnuðu verulega í hruninu sem þessir tveir stjórnmálaflokka báru siðferðislega ábyrgð á.

Nú sjálfsagt fæðist lítil ríkisstjórnarmús. Byrjað verður að rífa sem mest niður sem ríkisstjórn Jóhönnu verið að beita sér fyrir hagræðingu í stjórnsýslu með fækkun ráðuneyta. Hagsmunir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ganga þvert á hagsmuni þjóðarinnar enda þarf að koma sem flestum vildarvinum að kjötkötlunum, kljúfa ráðuneyti og fjölga ráðuneytum með tilheyrandi kostnaði.

Við verðum að þrauka í 4 ár að bros broskallana gufi upp í alvöru lífsins. Það er ekki auðvelt að hefja hrunadansinn að nýju þó vilji sé fyrir því.

 


mbl.is Tíðinda er að vænta innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband