28.4.2013 | 22:20
Valdarán hægri manna í skjóli frjálsra kosninga
Í kosningum eru menn frjálsir að lofa öllu hversu vitlaust sem það kann að vera.
Sá flokkur sem náði bestum árangri setti fram sérkennileg kosningaloforð til að koma heimilum landsins að gagni. Strax var spurt: Hvaða heimilum? Öllum heimilum eða bar þeim sem skulda mest og hafa sýnt mesta kæruleysið í fjármálum sínum?
Ljóst er að þegar lán er tekið, er verið að ráðstafa tekjum fyrirfram. Lán verða að greiðast til baka ásamt vöxtum og verðbótum. Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir 110% fasteignalánum, hver var tilgangurinn? Sjálfsagt fékk hann mörg atkvæði út á þetta glamur. Nú vorið 2013 lofar hann skuldaafslætti og jafnvel afskrifutm lána! Sjálfsagt hafa margir fallið fyrir einföldu trixi Sigmundar Davíðs að afla þúsunda atkvæða.
Þessi málefni eru ekki eins einföld og menn ætla. Það var ekki eftirsóknarvert að hreinsa upp eftir óreiðu hægrimanna eftir bankahrunið. Ríkisstjórn Jóhönnu tók að sér þetta erfiða verk sem svo sannarlega má kalla hið versta skítverk.
Sennilega voru hægri mönnum þetta eins og versti þyrnir í augum að vinstri mönnum tækist það sem hægri mönnum hafa alltaf mistekist, að koma efnahag landsins aftur í rétt horf. Þeir lögðu öll þau fjögur ár sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var við völd, áherslu á að vera að þvælast sem mest fyrir og draga mál á langinn og koma helst í veg fyrir að koma þei í gegnum afgreiðslu þingsins með upphlaupum og málþófi. Og núna var tækifærið. Búið að ljúga þjóðina fulla af ómerkilegum kosningaloforðagaspri sem aldrei verða efnd. Og nú eru lyklarnir að Stjórnarráðinu nánast vísir í hendi þeirra sem rændu Búsáhaldabyltingunni.
Tilgangurinn var að grípa völdin, ef ekki núna þá aldrei.
Við verðum að athuga það að forsetinn hefur sýnt að hann er nákvæmlega sami framsóknarmaðurinn í dag og fyrir um 40 árum þegar honum mistókst að ná völdum í Framsóknarflokknum gegnum svonefnda Möðruvallahreyfingu. Besti liðsmaður stjórnarandstöðunnar á árunum 2009-2013 voru hvorki þeir Sigmundur Davíð eða Bjarni Benediktsson heldur Ólafur Ragnar Grímsson sem á örlagastundu dró taum þeirra sem vildu grafa undan vinstri stjórninni með því að vísa tvívegis Icesave samningunum til þjóðaratkvæðis. Þessir samningar voru í takt við skynsamlega og raunsæja lausn en Ólafur Ragnar og fleiri kusu að draga þetta mál niður á tilfinningalegt plan sem er vægast sagt mjög einkennilegt með hliðsjón af þvi að nánast allan tímann var vitað að nægir fjármunir voru fyrir hendi úr þrotabúi gamla Landsbankans til að borga samkvæmt skyldunum.
Því miður verður að segja að tilgangnum þjónar meðalið. Það voru völdin sem kitluðu metnaðargirnd forystusauða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þessa menn skiptir engu hvernig völdunum er náð, aðalllega að þau séu í hendi og gildir einu hvaða aðferð er beitt.
Sennilega eigum við eftir að horfa upp á furðulegar ákvarðanir um syndaaflausnir hvítflybbamanna sem og glórulausa einkavæðingu þar sem allt verður gert að féþúfu fyrir vildarvini Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, spiliingin mun halda innreið sína aftur, - og ekkert stopp!
![]() |
Þingstyrkur skiptir ekki öllu máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2013 | 17:56
Stóru málin
Dæmigert er fyrir þennan dæmalausa stjórnmálamann að flækjast fyrir stóru málunum árum saman en þegar honum hefur tekist að blekkja þjóðina með loðnum og þokukenndum kosningaloforðum að nú þurfi að láta hendur standa fram úr ermum.
En Sigmundur Davíð hlakkar mikið til að drottna yfir landi og þjóð. Mjög líklegt er að hans fyrsta verk með Sjálfstæðisflokknum að höggva Stjórnarráðið í spað með því að fjölga ráðuneytum eins og áður var að jafnaði gert þegar helmingaskiptastjórnir íhaldsmanna tók við völdum. Þá verður að öllum líkindum dustað rykið af gömlum einkavæðingaráformum og allt einkavætt sem unnt er að gera að féþúfu fyrir flokksgæðinga íhaldsflokkanna beggja. Þá verður að öllum líkindum syndaaflausn hvítflybbamanna og Geir Haarde hafinn upp úr subbuskap fjármálaspillingarinnar. Þá verður að öllum Rammaáætlunin fleygt fyrir borð Þjóðarskútunnar og stóriðjufurstar og kínverskir fjárglæfrar boðnir hjartalega velkomnir.
Í dag hitti eg einn mennta- og athafnamann ágætan í búð í Mosfellsbæ. Við spjölluðum um úrslit kosninganna. Kvaðst hann þegar vera að undirbúa brottflutning enda sé sér vart vært innan um þennan spillta braskaralýð sem nú skríður hvarvetna úr myrkrastofum sínum.
![]() |
Gangi tiltölulega hratt fyrir sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2013 | 13:10
Ætli niðurstöður kosninganna séu Ólafi Ragnari þóknanlegar?
Einu sinni var Ólafur Ragnar ungur framsóknarmaður. Hann fékk ekki þann frama innan flokksins sem hann vænti m.a. vegna þeirra þrásetnu spillingarafla sem fóru með völdin í SÍS, stærsta fyrirtækinu sem tengdist Framsóknarflokknum. Doktorsritgerð hans sem hann varði við breskan háskóla fjallar um þróun valdsins á Íslandi frá því um miðja 19. öld oh til byrjunar þeirrar 20. Því miður var þessi ritgerð aldrei þýdd á íslensku er ábyggilega forvitnileg.
Þá gekk Ólafur í Alþýðubandalagið og náði ótrúlegum frama og varð formaður flokksins sem var lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum. Nokkru eftir að ríkisstjórn Jóns Baldvins og Davíðs Oddssonar var öll og Framsóknarflokkurinn kom í stað Alþýðuflokksins´eftir kosningarnar 1995, söðlaði Ólafur um bauð sig fram til embættis forseta lýðveldisins þar sem hann virðist alla tíð hafa notið þess að hafa valdið í sínum höndum á örlagastundu. Í aðdraganda hrunsins átti Ólafur töluverða samvinnu við frjálshyggjumennina og útrásarberserkin sem sumir líkja við víkinga en aðrir við varga. Margt kom annkannalega fyrir sjónir við bakahrunið sem nú virðist vera með öllu gleymt.
Erfiðasta hlutverk nokkurrar ríkisstjórnar á Íslandi var sett undir mælistiku í þingkosningunum í gær. Furðulegt má það vera að tiltektarstarfið eftir frjálshyggjupartíð virðist einskis vera metið. Aldrei áður hefur nokkur ríkisstjórn á Íslandi orðið fyrir jafnmiklum erfiðleikum og ríkisstjórn Jóhönnu og fall hennar er mikið eftir óvægan áróður.
Nú geta braskara- og spillingaröflin skriðið fram úr skúmaskotum sínum í skjól íhaldsflokkanna tveggja og hafið sinn dans kringum gullkálfinn að nýju með tilheyrandi brambolti. Sjálfsagt verður velferðarkerfið sem að mestu tókst að verja á árunum 2009-2013 brotið niður og taumlaus einkagróðavæðing innleidd.
Sjálfsagt geta Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn glaðst með Ólafi Ragnari að tekist hafi að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu, m.a. með Icesavemálinu, nauðaómerkilegu áróðursmáli sem virðist hafa verið vendipunkturinn og banabiti vinstri ríkisstjórnarinnar. Spurning er hvort Ólafur Ragnar sé ekki fyrir nokkrum misserum verið gildur flokkslimur Framsóknarflokksins? Samvinna milli hans og Sigmundar Davíðs virðist vera nokkuð augljós þegar öllu er á botninn hvolft.
Margir telja Ólaf Ragnar vera slóttugasta pólitíska refinn í íslenskri pólitík. Hann hefur gert Bessastaði að n.k. tilraunastöð með þróun stjórnmála valds á Íslandi.
Í mínum huga er eftirsjá að þeirri ríkisstjórn sem lagði allt í sölurnar til að bjarga því sem bjarga mátti eftir bankahrunið. Með fremur óljósum og þokukenndum stjórnmálamarkmiðum tókst Sigmundi Davíð það sem engum hefur tekist, sjálfsagt með aðstoð vinar síns á Bessastöðum. Hvernig hann hyggst efna kosningaloforðin sín er ekki gott að átta sig á, en það er hans höfuðverkur. Ekki er ósennilegt að ef honum verður hált á hinu pólitíska svelli, muni Sigmundur kalla yfir sig nýja Búsáhaldasbyltingu en án mín, eg verð smám saman of gamall í svona hasar.
![]() |
Forseti hittir Jóhönnu í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 28. apríl 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar