26.4.2013 | 19:04
Jóhanna sýndi gríðarlegt hugrekki
Ekki var ástandið gott við þær aðstæður þegar Jóhanna tók við embætti forsætisráðherra. Allt var í kaldakoli eftir óreiðu sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn skildu eftir sig. Þessi ríkisstjórn mátti nánast upp á hvern dag sæta andróði, stjórnarandstæðingar úr röðum hrunmanna gerðu allt til að koma fyrir sem stærstum steinum, já heilu björgunum ef ekki fjöllunum í veg Vinstri stjórnarinnar. Þessi ríkisstjórn fékk það erfiða hlutskipti að taka til eftir frjálshyggjupartíði, mestu óreiðu og braski sem enginn vill taka ábyrgð á. Allir vísa hver á annan.
Nú er mjög líklegt að upp renni tímar nýrra aflátssölu eins og tíðkaðist á dögum Marteins Lúthers.
Þá gátu syndarar keypt sér syndaaflausn gegn gjaldi til kaþólsku kirkjunnar.
Og spákaupmennskan kemur aftur eins og gömul afturganga með tilheyrandi braski og fjármálasukki, allt í boði sigurvegaranna. Nýtt fjárglæfratímabil og sennilega nýtt hrun. Við sem erum skuldlausir borgarar verðum nauðugir viljugir að borga skuldir óreiðumanna, eins og svo alltaf áður.
Mig langar til að þakka Jóhönnu frábært starf við mjög erfiðar aðstæður.
Hvergi nema á Íslandi getur slökkviliðið vænst þess að vera grýtt af brennuvörgunum.
![]() |
Jóhanna kvödd með rósum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2013 | 18:38
Afturgöngurnar komnar á kreik
Sú gamla er komin aftur sagði Svavar Gestsson í viðtali í Speglinum í RÚV núna í þessu. Með þessu átti hann við að nú væru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta atkvæða og líklegt að nú byrji ballið að nýju.
Þessi ríkisstjórn 2009-2013 hefur tekið við einhverju ömurlegasta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að taka við. Það var ekki af eigingirni sem hún tók að sér það erfiða hlutskipti að taka til eftir frjálshyggjuóreiðuna.
Nú geta Bjarni og Sigmundur hrósað happi að fá lyklana að Stjórnarráðinu og orðið hæstráðendur til lands og sjávar, rétt eins og Jörundur á sínum tíma. Hvort nýtt hrun verði komið á teikniborðið að loknum Hundadögum skal ekki fullyrt. En eitt er víst:
Í hádegisfréttum RÚV var sagt frá sjónarmiðum álfurstans sem ræður álbræðslu Norðuráls á Grundartanga að nú strax eftir helgi verði að vænta góðra tíðinda vegna byggingar álbræðslu í Helguvík. Greinilegt er að búið er að semja fyrirfram um þessi mál. Spurning er hvort þessi aðili fjármagni að einhverju leyti starf álflokkanna?
Verður Rammaáætluninni fleygt fyrir borð? Nýjum náttúruverndarlögum, hugmyndum um veiðileyfagjald kvótahafa? Verður sama stefna tekin upp og á dögum Davíðs gagnvart öryrkjum og sjúkum sem og þeim sem minna mega sín?
Þá er spurning hvort Frjálshyggjan verði dubbuð upp og allt einkavætt sem haft er að hafa að féþúfu eins og Landsbankann og Landsvirkjun sem og Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri orkuveitur og vatnsveitur. Það væri ekki ólíklegt. Afturgöngurnar sjá um sína.
Eg fyllist hryllingi að við sitjum uppi með nýja afturhaldsstjórn. Ríkisstjórn Jóhönnu Sogurðardóttur boðaði á vissan hátt vor í íslenskri pólitík. En villikettirnir og valdagleði afturhaldsaflanna kom í veg fyrir það rétt eins og gerðist í Tékkóslavakíu 20.8.1968.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2013 | 08:12
Framsóknarflanið
Mjög furðulegt er að Framsóknarflokkurinn nái þessu fylgi þegar stefnumálin eru skoðuð. Megináhersla er vægast mjög loðin og sífellt minnst á hag heimilanna í landinu án þess að það sé nánar útlistað.
Það er nú svo að Framsóknarflokkurinn hvatti til mikillrar skulda í aðdraganda hrunsins. Hver er búinn að gleyma að það var Framsóknarflokkurinn bauð 110% lán en afleiðingin af þeirri stefnu eru þrengingar hjá allt of mörgum sem létu þessi gylliboð glepja sér sýn. Tóku margir lán til að fjármagna neyslu sem og ýmiskonar bruðl. Það er svo einfalt að öll lán eru dýr og í raun er verið að ráðstafa tekjum sínum fyrirfram. Þessi lán eru ekki gefin.
Framsóknarflokkurinn byggir góðan árangur sinn af innihaldslausu glamri. Einhverjir aðrir eiga að borga, eigum við hin sem ekkert skulda að borga fyrir skussana?
Komist hægri flokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur aftur að völdum verður hætta af nýju hruni.
Einu sinni var Framsóknarflokkurinn flokkur bænda og samvinnu. Fyrir löngu hefur hann týnt upphaflegum markmiðum sínum, er stjórnað af eignamönnum og bröskurum sem hafa engan annan tilgang en að komast til valda til að drottna yfir landi og lýð. Þá verður unnt að leggja grunninn að nýju hruni og aukinni eignasöfnun braskaranna.
Megi biðja guðina um að forða okkur frá Framsóknargyllingunum!
![]() |
Ólíkt fylgi flokka í dreifbýli og þéttbýli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 26. apríl 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar