Svo þetta er þá illa leikið leikrit

Leikritið kringum vörn þeirra Kaupþingsmanna er orðið ansi þreytandi. Verjendur segja frá sér verkefninu sem er einsdæmi í íslenskri réttarsögu og gefur mjög slæmt fordæmi ef þeir komast upp með. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Gests Jónssonar eru meint mistök símafyrirtækis vegna símahlerana sem rannsókn málsins byggist á.

Í raun virðist engin haldbær vörn vera í málinu. Þegar Sérstakur ríkissaksóknari fékk gögn frá Kaupþingi í Lúxembourgh þá var það til að styrkja grunsemdir og þar með ákæruna sem er mjög vel rökstutt.

Þetta snýst því út á að reyna að vinna tíma og með þeirri von að Framsóknarflokkurinn nái góðri kosningu eru meiri líkindi að Framsókn vilji taka þessum málum vettlingatökum, gefa jafnvel þessum ákærðu mönnum upp sakir gegn gildum greiðslum, kannski í kosningasjóð flokksins. Spillingin er nefnilega ekki búin, síður en svo.

Vonandi sjá sem flestir gegnum lygavef Framsóknarflokksins um gull og græna skóga. Skuldaafsláttur nýtist fyrst og fremst stóreignamönnum sem jafnframt skulda gríðarlega. Bakkabræður hafa fengið 170 milljarða afskrifaða í Íslandsbanka svo dæmi sé getið.

Framsopknarflokkurinn á ekki skilið að verða verðlaunaður fyrir ábyrðgarleysi í aðdraganda hrunsins haustið 2008. Hyggst Sigmundur Davíð ræna Búsáhaldabyltingunni?


mbl.is „Ekkert samhengi þar á milli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðarlaus stefna

Svo virðist að forysta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vilji setja upp einhvern sýndarveruleika sem grunlaust fólk fellur fyrir. Engar innistæður eru fyrir þessum greiðslum, sem eiga að því virðist að falla af himnum ofan.

Það er eins og gleymst hafi þessu fólki hverjir áttu frumkvæði að einkavæðingu bankanna og öllu sem aflaga fór og enginn vill bera neina ábyrgð.


mbl.is Fylgi stóru flokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband